Febuxostat Medical Valley

Þvagsýrugigtarlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Febuxostat

Markaðsleyfishafi: Medical Valley | Skráð: 1. október, 2019

Febuxostat Medical Valley inniheldur virka efnið febúxóstat og er notað til meðferðar við þvagsýrugigt. Hjá sumum safnast þvagsýra (úrat) upp í blóði og ef það gerist í of miklu magni getur þvagsýran fallið út en þá myndast þvagsýrukristallar í og umhvergis liðamót og nýru. Þessir kristallar geta valdið skyndilegum og alvarlegum verkjum, roða, hita og bólgu í liðamótum (sem kallast þvagsýrugigtarkast). Ef ekki er gripið til meðferðar gætu stærri útfellingar, kallaðar þvagsýrugigtarsteinar, myndast í og umhverfis liðamót. Þessir steinar geta valdið skemmdum á liðamótum og beinum. Lyfið verkar með því að lækka gildi þvagsýru og þá hætta kristallar að myndast og einkenni minnka með tímanum. Sé gildum þvagsýru haldið nógu lágum nægilega lengi geta þvagsýrugigtarsteinar einnig minnkað. Fyrstu mánuðina sem Febuxostat Medical Valley er tekið inn getur tíðni þvagsýrugigtarkasta aukist. Mikilvægt er að halda áfram að taka lyfið jafnvel þótt þvagsýrugigtarkast komi fram því lyfið er enn að lækka þvagsýruna. Eftir því sem tíminn líður verða þvagsýrugigtarköstin sjaldgæfari og sársaukaminni ef haldið er áfram að taka lyfið daglega. Þvagsýrugigtarköst koma ekki fram hjá öllum. Læknirinn ávísar gjarnan öðrum lyfjum, ef þörf krefur, til þess að hjálpa til við að fyrirbyggja eða meðhöndla einkenni þvagsýrugigtarkasta.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
80-120 mg einu sinni á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið lækkar gildi þvagsýru á örfáum dögum.

Verkunartími:
Áhrif lyfsins vara í nokkra daga eftir að töku þess er hætt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki er þörf á að breyta mataræði.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt af lyfið skaltu taka hann um leið og þú manst eftir honum, nema nánast sé komið að næsta skammti, en þá skal sleppa skammtinum sem gleymdist og taka næsta skammt á hefðbundnum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aðeins skal hætta að taka inn lyfið í samráði við lækni, jafnvel þótt líðanin sé orðin betri. Ef hætt er að taka lyfið gætu gildi þvagsýru hækkað og einkenni gætu versnað vegna myndunar nýrra þvagsýrukristalla.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru yfirleitt vægar eða miðlungs alvarlegar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytt (minnkuð) kynhvöt          
Höfuðverkur          
Minnkuð matarlyst, þyngdaraukning          
Ógleði, niðurgangur          
Sundl, náladofi          
Syfja, svefnörðugleikar          
Útbrot á húð      
Þvagsýrugigt versnar        
Húðútbrot: Blöðrumyndun og flögnun húðar og á slímhúð, t.d. munni og kynfærum.      
Útbreidd húðútbrot      
Ofnæmisviðbrögð s.s. útbrot, kláði, öndunarerfiðleikar, hiti ásamt eitlastækkunum.      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm eða hafir fengið hjartabilun
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með arfgengt galaktósaóþol, algeran laktasaskort eða glúkósagalaktósa vanfrásog.
  • Þú sért með eða hefur fengið nýrnasjúkdóm
  • hefur fengið alvarleg ofnæmsiviðbrögð við Allopurinol / Allonol
  • þú hefur fengið Stevens-Johnson heilkenni
  • hvort þú sért nú þegar með þvagsýrugigtarkast áður en meðferð er hafin

Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið sundli, svefnhöfga og þokusýn. Því skal ekki aka bifreið fyrr en vitað er að lyfið hafi ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Lyfið inniheldur lactósa. Ef laktósaóþol hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.