Xaluprine

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Merkaptópúrín

Markaðsleyfishafi: Nova Laboratories Ireland Limited | Skráð: 9. mars, 2012

Xaluprine er krabbameinslyf notað við bráðu eitilfrumuhvítblæði. Verkunarmáti merkaptópúrín, sem er virka efnið í Xaluprine, er nokkuð óljós en vitað er að lyfið hindrar framleiðslu á kjarnsýrum. Einungis læknar með sérþekkingu á blóðsjúkdómum ættu að hefja meðferð með lyfinu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru einstaklingsbundnar. Lyfið á að taka á kvöldin og eftir að skammtur er tekinn skal drekka vatn.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Persónubundið.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið má ekki taka með mjólkurvörum, lyfið þarf að taka 1 klst. fyrir eða 2 klst. eftir neyslu mjólkurafurða.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymslutími lyfsins eru 56 dagar eftir að glasið er opnað.

Ef skammtur gleymist:
Láttu lækni vita. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu strax samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf grannt með blóðhag og lifrarstarfsemi meðan á meðferð stendur.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru skammtaháð áhrif á beinmerg.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula        
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Lystarleysi, niðurgangur        
Ofnæmisviðbrögð, útbrot og kláði        
Ógleði og uppköst          
Sýking, hiti, vanlíðan        
Óvenjulegir marblettir        

Milliverkanir

Það má ekki gangast undir bólusetningu með bóluefni gegn gulusótt.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir nýlega fengið bólusetningu
  • þú hafir fengið hlaupabólu, ristil eða lifrarbólgu B

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í blóðsjúkdómum mega ávísa þetta lyf.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.