Hydroxyurea medac

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Hýdroxýkarbamíð

Markaðsleyfishafi: medac Gesellschaft für klinische Spezialpräparate | Skráð: 1. janúar, 2016

Hydroxyurea medac inniheldur virka efnið hýdroxýkarbamíð, sem tilheyrir flokki lyfja sem notuð eru við vissum blóðsjúkdómum og sem hamla vexti krabbameinsfrumna. Læknirinn hefur ávísað lyfinu til þess að meðhöndla blóðsjúkdóma (beinmergsæxli: Langvarandi kyrningahvítblæði, blóðflagnafjölgun og blóðríki). Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir með reynslu í krabbameinslækningum eða blóðsjúkdómalækningum skal hefja meðferðina. Skammtar eru reiknaðir út frá raunþyngd eða kjörþyngd sjúklinga, hvort sem er lægra. Gleypa skal hylkin heil og þau mega ekki sundrast í munninum. Meðhöndlið hylkin varlega. Notið hanska eða þvoið hendur vandlega eftir meðhöndlun þeirra. Jafnvel þó hættan fyrir fóstur sé hverfandi, skulu þungaðar konur ekki meðhöndla hylkin.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Eftir inntöku næst hámarksþéttni í blóði innan 0,5 til 2 klst.

Verkunartími:
Ekki þekkt

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Það er mikilvægt að fylgja fyrirmælum læknis um töku lyfsins nákvæmlega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef einn skammtur gleymist skaltu halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef þú hefur misst af nokkrum skömmtum skaltu halda áfram að taka lyfið samkvæmt fyrirmælum og hafa samband við lækninn til að fá frekari ráðleggingar.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hættið ekki töku lyfsins nema í samráði við lækninn.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Einkenni frá slímhúðum eða húð geta komið fram.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki notað lengur en þörf er á.


Aukaverkanir

Ef þú hefur áður fengið eða færð enn svipuð lyf eða geislameðferð geta aukaverkanir orðið tíðari og alvarlegri. Þessi áhrif eru helst á fjölda blóðkorna (beinmergsbæling), bólga í slímhúð magans eða húðbólga. Fyrri eða samhliða geislameðferð getur valdið roða og ertingu í húð.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðflagnafæð, lifrarbólga        
Erfiðleikar með þvaglát          
Erting eða roði í húð          
Flökurleiki, uppköst og ógleði          
Hægðatregða eða niðurgangur          
Höfuðverkur, sundl, skjálfti          
Mergbæling (mælt á sjúkrahúsi)          
Mæði, bólga í öndunarfærum        
Sár á húð, sérstaklega sár á fótleggjum          

Milliverkanir

Ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða hefur í hyggju að láta bólusetja þig, skaltu láta lækninn vita. Listinn yfir milliverkanir er ekki tæmandi

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • ef þú ert með of fá blóðkorn

Meðganga:
Það er hætta á því að fóstur skaðist. Þú skalt ekki taka lyfið á meðgöngu nema því sé sérstaklega ávísað af lækninum. Þú þarft að nota örugga getnaðarvörn áður en meðferð með lyfinu hefst og meðan á henni stendur. Ef þú verður þunguð meðan eða eftir að þú tekur lyfið skaltu hafa samband við lækninn.

Brjóstagjöf:
Ekki má taka lyfið meðan þú ert með barn á brjósti. Hætta verður brjóstagjöf áður en þú byrjar að taka lyfið.

Börn:
Skammtastærðir hafa ekki verið ákveðnar vegna þess hversu sjaldgæfir þessir sjúkdómar eru í börnum.

Eldra fólk:
Aldraðir geta þurft minni skammta.

Akstur:
Viðbragðsflýtir getur minnkað meðan á meðferð með Hydroxyurea medac stendur. Hafa verður þetta í huga þegar þörf er á fullri athygli, t.d. við akstur og notkun véla.

Áfengi:
Ekki er mælt með notkun áfengis samhliða notkun lyfsins.

Annað:
Ráðleggja skal karlmönnum sem fá meðferð að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og minnst í 3 mánuði eftir að henni lýkur. Þeim skal ráðlagt um möguleikann á geymslu sæðis áður en meðferð hefst. Meðferðin gæti haft áhrif á frjósemi hjá körlum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.