Arava

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Leflúnómíð

Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. nóvember, 2000

Leflúnómíð, virka efnið í Arava, er sjúkdómstemprandi gigtarlyf og vinnur á móti frumufjölgun og er notað til meðferðar á virkri liðagigt hjá fullorðnum. Leflúnómíð á einungis að gefa sjúklingum undir nákvæmu eftirliti læknis. Lyf sem hafa ónæmisbælandi verkun geta valdið því að sjúklingar verða næmari fyrir sýkingum og þær geta orðið alvarlegri en ella.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
100 mg einu sinni á dag fyrstu 3 dagana, síðan 10-20 mg einu sinni á dag. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
4-6 vikur og getur aukist í 4-6 mánuði.

Verkunartími:
Leflúnómíð er allt að 2 ár að fara úr líkamanum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Æskilegt er að fylgjast reglulega með lifrarstarfsemi, blóðkornatalningu og blóðþrýstingi á meðan lyfið er tekið. Konur á barneignaaldri ættu að framkvæma þungunarpróf mánaðarlega.


Aukaverkanir

Auknar aukaverkanir geta komið fram þegar nýlega eða samtímis hafa verið notuð lyf sem hafa eiturverkanir á lifur eða blóð.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hækkaður blóðþrýstingur          
Kviðverkir          
Lystarleysi, þyngdartap          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Sár í munni        
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þróttleysi          
Sinaslíðursbólga          
Höfuðverkur, svimi, náladofi          
Hárlos, þurr húð, exem          

Milliverkanir

Bólusetning með lifandi bóluefni hefur sýkingarhættu í för með sér. Ónæmisaðgerðir með lifandi bóluefnum eru ekki ráðlagðar

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért blóðlítill
  • þú sért með skerta beinmergsstarfsemi
  • þú hafir átt við áfengisvandamál að stríða

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu. Konur á barneignaaldri ættu að nota örugga getnaðarvörn á meðan lyfið er tekið og í minnst 2 ár eftir að töku þess er hætt. Karlar sem taka lyfið eiga að nota viðeigandi getnaðarvarnir.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk. Hætta skal brjóstagjöf á meðan lyfið er tekið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima sem dregur úr einbeitingarhæfni og viðbragðflýti. Í slíkum tilvikum á sjúklingur hvorki að aka bifreið né stjórna vélum.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.