Naloxon B. Braun

Önnur lyf, ýmis konar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Naloxón

Markaðsleyfishafi: óskráð | Skráð: 13. júlí, 2010

Naloxon B. Braun inniheldur virka efnið naloxon. Naloxon hefur mikla sækni í ópíóíðviðtaka og ryður í burtu og kemur í veg fyrir að ópíóíðarnir nái að bindast og valda verkjun. Naloxon er því hægt að nota sem mótefni gegn opíóíðlyfjum eins og morfín, fentanýl, oxykódon, heróín, metadón og búprenorfín. Naloxon B. Braun er notað til að draga úr áhrifum of stórra skammta af ópíóíðum. Það er notað til að draga úr óæskilegum áhrifum ópíóíða, sem geta verið lífshættuleg bæling miðtaugakerfis og öndunar (öndunarerfiðleikar). Það er einnig notað til greiningar við bráða ofskömmtun eða eitrun af völdum ópíóíða og til leiðréttingar að fullu eða að hluta á öndunarbælingu og annarri miðtaugakerfisbælingu hjá nýburum mæðra sem fengið hafa ópíóíða.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf / innrennslislyf.

Venjulegar skammtastærðir:
A) Til að eyða óæskilegum áhrifum ópíóíða. Fullorðnir: 0,1-0,2 mg. Ef nauðsynlegt er má endurtaka gjöf með 0,1 mg. Börn: 0,01-0,02 mg á hvert kíló líkamsþunga. Ef nauðsynlegt er má endurtaka gjöf með sama skammti. B) Greining og meðferð á ofskömmtun eða eitrun af völdum ópíóíða. Fullorðnir: 0,4-2 mg. Ef nauðsynlegt er má endurtaka gjöf með 2-3 mínútna millibili. Ekki má gefa meira en hámarksskammt, 10 mg. Börn: 0,01 mg á hvert kíló líkamsþunga. Ef þörf er á viðbótarskammti má auka skammtinn fyrir næstu gjöf í 0,1 mg á hvert kíló líkamsþyngdar. C) Gegn aukaverkunum af völdum ópíóíða hjá nýburum mæðra sem fengið hafa ópíóíða 0,01 mg á hvert kíló líkamsþunga. Ef nauðsynlegt er má endurtaka gjöf.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif koma venjulega fram á u.þ.b. 2 mínútum eftir gjöf í bláæð. Lyfið verkar hraðast þegar það er gefið í bláæð þannig að mælt er með að það sé gert í bráðatilfellum.

Verkunartími:
Hamlandi áhrif þess vara yfirleitt í 1-4 klst., en það fer eftir skammtastærð. Þörf fyrir endurtekna skammta fer eftir magni, tegund og aðferð við gjöf þeirra ópíóíða sem unnið er gegn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist við stofuhita í lokuðum umbúðum. Lyfið skal nota strax eftir að ílátið hefur verið opnað en er stöðugt í 24 klst. við allt að 25˚C. Nota á þynnt lyfið strax, sé þynningin ekki notuð strax ber notandi ábyrgð á geymslutíma og aðstæðum við geymslu þar til það er notað. Geymslutími á almennt ekki að vera lengri en 24 klst. við 2-8˚C og geymsla því aðeins forsvaranleg ef þynning hefur verið framkvæmd við stýrðar og viðurkenndar aðstæður með smitgát.

Ef skammtur gleymist:
Ekki taka stærri skammt ef gleymist að taka lyfið.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Samkvæmt ráðleggingum frá lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er aðeins notað í stuttan tíma.


Aukaverkanir

Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Eftirfarandi aukaverkanir eru taldar hugsanlegar en listinn er ekki tæmandi. Ef þú ert háður ópíóíðlyfjum getur lyfið valdið bráðum fráhvarfseinkennum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hraður hjartsláttur          
Ógleði          
Svimi, höfuðverkur          
Uppköst          
Háþrýstingur, lágþrýstingur          
Ef gefinn er of stór skammtur eftir aðgerð getur þú fundið fyrir æsingi og verkjum          

Milliverkanir

Lyfið er mótefni gegn ópíóíðum og þegar lyfið er gefið getur það valdið fráhvarfseinkennum hjá sumum einstaklingum. Vegna blokkandi eiginleika getur lyfið dregið úr verkjastillingu ópíóíða þegar það er notað sem verkjalyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Ef þú ert þunguð mun læknirinn meta ávinning af meðferð með lyfinu á móti áhættunni fyrir ófædda barnið.

Brjóstagjöf:
Ekki mælt með brjóstagjöf í 24 klst. eftir meðferð.

Börn:
Engar upplýsingar.

Eldra fólk:
Engar upplýsingar.

Akstur:
Ekki má aka í minnst 24 klst. eftir meðferðina þar sem áhrif ópíóíðana geta komið fram aftur.

Áfengi:
Ekki drekka áfengi ef lyfið hefur verið notað. Láttu lækninn vita ef þú hefur neytt áfengis. Hjá sjúklingum með eitrun af völdum fleiri efna saman, eins og ópíóíða og róandi lyfja eða alkóhóls, getur verkun lyfsins verið seinkuð.

Annað:
Naloxonhydrochlorid er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.