Nyxoid

Önnur lyf, ýmis konar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Naloxón

Markaðsleyfishafi: Mundipharma | Skráð: 1. mars, 2020

Nyxoid inniheldur virka efnið naloxón. Naloxón er mótefni gegn opíóíðalyfjum eins og morfín, fentanýl, oxykódon, heróín, metadón og búprenorfín. Naloxón hefur mikla sækni í ópíóíðviðtaka og ryður í burtu og kemur í veg fyrir að ópíóíðarnir nái að bindast og valda verkjun. Lyfið stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og kemur ekki í staðinn fyrir bráðaþjónustu læknis. Lyfið er notað sem neyðarlyf og er notað tafarlaust við ofskömmtun ópíóíða eða hugsanlegri ofskömmtun ópíóíða hjá fullorðnum og unglingum 14 ára og eldri. Einkenni ofskömmtunar geta verið öndunarerfiðleikar, alvarleg syfja og að bregðast ekki við miklum hávaða eða snertinu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Nefúði

Venjulegar skammtastærðir:
Ef grunur leikur á ofskömmtun ópíóíða skal hringja strax í neyðaraðstoð (sími: 112). Síðan er 1 úði gefinn í aðra nösina. Lyfið inniheldur aðeins 1 skammt og því má ekki úða lyfinu áður en skammturinn er gefinn. Ef sjúklingur sýnir engann bata eða einkennin hafa komið aftur eftir að nefúðinn var gefinn skal gefa annan skammt 2-3 mínútum síðar og þá í hina nösina og úr öðru nefúðaíláti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Mjög skjót verkun.

Verkunartími:
Skammvirkt.

Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað sem neyðarlyf.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er aðeins notað sem neyðarlyf.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ekki er búist við að lyfið valdi ofskömmtun.

Langtímanotkun:
Lyfið er aðeins notað sem neyðarlyf.


Aukaverkanir

Lyfið getur valdið bráðum fráhvarfseinkennum ef þú ert háður ópíóíðlyfjum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun, skjálfti          
Breytingar á hegðun eða skapferli        
Hiti, slappleiki, höfuðverkur          
Hraður hjartsláttur, hár blóðþrýstingur        
Kviðverkir, magaóþægindi, magakrampar        
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Ógleði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar        

Milliverkanir

Lyfið er mótefni gegn ópíóíðum og þegar lyfið er gefið getur það valdið fráhvarfseinkennum hjá sumum einstaklingum. Vegna blokkandi eiginleika getur lyfið dregið úr verkjastillingu ópíóíða þegar það er notað sem verkjalyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Látið ljósmóður eða lækni vita ef þér hefur verið gefið Nyxoid rétt fyrir eða þegar þú ert komin af stað í fæðingu. Ekki eru nægilegar uppslýsingar fyrir hendi um notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Látið lækni vita ef þér hefur verið gefið Nyxoid á meðan á brjóstagjöf stendur. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum eða unglingum yngri en 14 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir

Akstur:
Ekki má aka bifreið að minnsta kosti í 24 klst eftir að hafa tekið lyfið.

Áfengi:
Ekki drekka áfengi ef lyfið hefur verið notað.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.