Oxycodone/Naloxone Alvogen

Verkjalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Oxýkódon Naloxón

Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. nóvember, 2019

Oxycodone/Naloxone Alvogen er notað við miklum eða mjög miklum verkjum en er ekki ætlað til að meðhöndla bráðaverki. Lyfið inniheldur oxýkódonhydróklóríð, sem er flokkað sem náttúrulegur ópíumalkalóíði, og naloxónhýdróklóríð. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Auk þessara áhrifa getur lyfið dregið úr hósta. Ávanahætta er nokkur og sé lyfið notað til langs tíma getur myndast þol við áhrifum þess. Oxycodone/Naloxone Alvogen er forðatafla sem inniheldur líka Naloxón til að draga úr hægðatregðu sem er ein af aukaverkunum ópíum alkalóíða.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir aldri, því hversu miklir verkirnir eru og fyrri notkun verkjalyfja. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi en ef það er deiliskora má skipta töflunni í tvo jafna skammta. Má hvorki mylja þær né tyggja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-1½ klst.

Verkunartími:
Um 12 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu skammtinn sem fyrst og haltu síðan áfram að taka lyfið með sama millibili og áður frá þessum skammti. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef ástæður eru ekki lengur fyrir hendi fyrir því að lyfið var upphaflega gefið má hætta töku þess. Hafi lyfið verið tekið í langan tíma eða í stórum skömmtum gætu komið fram fráhvarfseinkenni þegar töku þess er hætt. Hafðu samband við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni sem fyrst. Ef öndun er hæg eða óregluleg eða ef meðvitund skerðist þarf að koma sjúklingi strax til læknis. Við ofskömmtun geta komið fram agnarsmá sjáöldur, öndunarbæling og lágur blóðþrýstingur. Í alvarlegri tilfellum geta komið fram truflanir í æðakerfi og djúpt dá. Meðferð byggist á því að opna öndunarveg og veita öndunaraðstoð. Við mikla ofskömmtun er mótefnið naloxón gefið í æð. Eitrunarmiðstöð sími:543 2222

Langtímanotkun:
Oxycodone/Naloxone Alvogen skal ekki gefa lengur en bráða nauðsyn ber til. Ef þörf er á langtímameðferð skal fylgjast vel og reglulega með sjúklingnum til að ákvarða frekari meðferð.


Aukaverkanir

Öndunarbæling er ein alvarlegasta aukaverkun lyfsins og er líklegri hjá öldruðum og mikið veikum sjúklingum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytingar í skapi, virkni og vitsmunum          
Krampar        
Kviðverkir, niðurgangur og hægðatregða          
Munnþurrkur          
Náladofi          
Ógleði, uppköst, meltingartruflanir          
Ropi, hiksti, lystarleysi          
Slævandi verkun          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Svefndrungi, sundl eða höfuðverkur          
Svimi þegar staðið er upp          
Sviti og hrollur          
Útbrot og mikill kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Öndunarerfiðleikar          
Þróttleysi, svefnleysi          
Þvagtregða, aukin tíðni þvagláta          

Milliverkanir

Róandi lyf, svefnlyf, þunglyndislyf, sefandi lyf, sum ofnæmislyf, uppsölulyf og aðrir ópíóíðar eða áfengi, geta eflt aukaverkanir, einkum öndunarbælingu. Sefandi lyf og sum ofnæmislyf, uppsölulyf og parkinsonslyf geta aukið á andkólínvirkar aukaverkanir, svo sem hægðatregðu, munnþurrk eða truflanir á þvaglátum. Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og valeriana geta aukið sefandi áhrif lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með Addisonssjúkdóm
 • þú sért með bólgusjúkdóm í þörmum
 • þú sért með hjartasjúkdóm
 • þú sért með lungnasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
 • þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil
 • þú sért með vanvirkan skjaldkirtil
 • þú hafir einhvern tíma misnotað áfengi eða lyf
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
 • þú eigir vanda til þess að fá blóðþrýstingsfall
 • þú sért með aukinn heilaþrýsting
 • þú sért með eða hefur fengið brisbólgu
 • þú sért með þarmalömun

Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur og/eða nýbura.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Skammtar eru einstaklingsbundnir.

Akstur:
Hafa skal samráð við lækni um það hvort leyfilegt sé að aka bíl vegna þess að lyfið getur skert hæfni til aksturs.

Áfengi:
Getur aukið á aukaverkanirnar, einkum öndunarbælingu. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Oxycodone/Naloxone Alvogen getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.

Annað:
Tóma stoðgrind (forðataflan eftir að lyfið hefur losnað úr henni) má finna í hægðum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.