Piperacillin/Tazobactam WH

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Piperacillín Tazobactam

Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 28. september, 2021

Piperacillin/Tazobactam WH er notað fyrir fullorðna og unglinga til meðferðar við bakteríusýkingum, t.d. sýkingum í lungum, þvagfærum, kviðarholi, húð eða blóði. Lyfið er notað við bakteríusýkingum hjá börnum á aldrinum 2-12 ára við sýkingum í kvið, lífhimnubólgu og sýkingum í gallblöðru. Lyfið inniheldur tvö virk efni, piperacillín og tazobactam. Piperacillín er breiðvirkt penicillín sýklalyf. Tazobactam getur komið í veg fyrir að sumar ónæmar bakteríur þoli áhrif piperacillíns.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslislausn.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknirinn eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun gefa þér lyfið með innrennsli í bláæð. Skammturinn sem þú færð af lyfinu fer eftir því við hverju þú ert að fá meðferð, aldri þínum og því hvort þú hefur nýrnasjúkdóma.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundið.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú telur að skammtur af Piperacillin/Tazobactam WH hafi gleymst skaltu segja lækninum eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni frá því án tafar.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú færð aukaverkanir svo sem krampa, eða telur að þú hafir fengið of mikið af lyfinu, skaltu segja lækninum frá því strax.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, svefnleysi          
Niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Sveppasýking          
Alvarlegur niðurgangur        
Viðbrögð á stungustað          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið ofnæmisviðbrögð við pensilín sýklalyfi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með niðurgang

Meðganga:
Aðeins skal nota piperacillín / tazobactam á meðgöngu ef brýna nauðsyn ber til.

Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti eiga einungis að nota lyfið ef væntanlegur ávinningur vegur þyngra en möguleg áhætta fyrir móður og barn.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum frá 2 ára aldri.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.