Methotrexate Pfizer
Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Metótrexat
Markaðsleyfishafi: Pfizer
Metótrexat tilheyrir flokki efna sem koma í veg fyrir myndun eða nýtingu ýmissa lífsnauðsynlegra efna í frumum. Metótrexat hindrar myndun fólínsýru í frumum, en fólínsýra er nauðsynleg fyrir nýmyndun erfðaefnis. Áhrif metótrexats eru mest þar sem frumuskipting er hvað örust, eins og í illkynja æxlisfrumum, beinmerg, fósturfrumum, húðfrumum og í slímhúð meltingarfæra. Þessir eiginleikar metótrexats eru nýttir í meðferð á ýmsum tegundum krabbameina. Metótrexat er einnig notað við iktsýki, en verkunarmáti lyfsins gegn bólgusjúkdómum er ekki að fullu þekktur. Þegar metótrexat er notað í stórum skömmtum er hægt að gefa afbrigði af fólínsýru með lyfinu til að draga úr eiturverkunum þess. Heilbrigðar frumur nýta fólínsýruna betur en krabbameinsfrumur. Þeir sem þjást af skemmdum í lifur, nýrum eða beinmerg, hafa alvarlegan lungnasjúkdóm eða neyta áfengis í óhófi eiga ekki að nota lyfið.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
7,5-15 mg í senn einu sinni í viku. Töflurnar takist inn 1 klst. fyrir eða 2 klst. eftir máltíð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á beinmerg: 7-10 dagar. Áhrif á iktsýki: 3-6 vikur.
Verkunartími:
Áhrif á beinmerg vara í 7-14 daga eftir stöðuga töku lyfsins.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.
Langtímanotkun:
Gjöf metótrexats í langan tíma og stórum skömmtum getur leitt til lifrarskemmda. Fylgjast þarf með lifrarstarfsemi. Fylgjast þarf með blóðhag, lifrar- og nýrnastarfsemi á meðan lyfið er notað.
Aukaverkanir
Tíðni aukaverkana er háð skammtastærð. Algengustu aukaverkanir lyfsins eru óþægindi í meltingarvegi, s.s. ógleði og magaverkir. Það getur valdið bandvefsmyndun í lungum. Ef vart verður við þurran hósta eða önnur slík óþægindi skal hafa samband við lækni strax.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hárlos | |||||||
Höfuðverkur, svimi | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi | |||||||
Sýkingar | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur í fótum, nára eða fyrir brjósti | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alvofen Express
- Hjartamagnýl
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Lynparza
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Neotigason
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Relifex
- Toradol
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
Getur haft áhrif á
- Alunbrig
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amoxicillin Sandoz
- Amoxicillin Viatris
- Amoxicillin/Clavulanic Acid Normon
- Amoxin
- Ampicillin STADA
- Arava
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Braftovi
- Candpress Comp
- Cefotaxim Navamedic
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Cloxabix
- Cloxacillin Navamedic
- Cloxacillin Vital Pharma Nordic
- Cotrim
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Decutan
- Diclomex
- Dicloxacillin Bluefish
- Dimax Rapid
- Doktacillin
- Dynastat
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Erleada
- Etoricoxib Krka
- Eusaprim
- Flucloxacillin WH
- Folsyra Evolan
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Hydromed
- Hyrimoz
- Idacio
- Idotrim
- Impugan
- Imurel
- Isotretinoin ratiopharm
- Kåvepenin
- Kåvepenin Frukt
- Keppra
- Keppra (Lyfjaver)
- Kuvan
- Levetiracetam Actavis
- Levetiracetam STADA
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Matever
- Modifenac
- Penomax
- Piperacillin/Tazobactam WH
- Presmin Combo
- Puri-nethol
- Salazopyrin
- Salazopyrin EN
- Scemblix
- Selexid
- Síprox
- Spectracillin
- Staklox
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Honung & Eukalyptus
- Strefen Orange Sukkerfri
- Tamiflu
- Trimetoprim Meda
- Valablis
- Valaciclovir Actavis
- Valaciclovir Bluefish
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valtrex
- Xaluprine
- Yuflyma
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með blóðsjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með lungnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Eykur líkur á lifrarskaða. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.