Retin-A (afskráð okt. 2007)

óskráð | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tretínóín

Markaðsleyfishafi: óskráð

Retin-A er notað útvortis við þrymlabólum (acne vulgaris). Virka efnið tretínóín er efnafræðilega skylt A-vítamíni, en áhrif þess eru að mörgu leyti frábrugðin áhrifum A-vítamíns. Það hefur áhrif á afritun erfðaefnis í húðfrumum og eykur frumuskiptingu í yfirhúð. Þetta tvennt er talið minnka samloðun húðfrumna í ystu lögum húðarinnar, en við það verður auðveldara að hreinsa húðina og þrymlar myndast síður í henni. Tretínóín getur gagnast við mörgum öðrum húðvandamálum. Það hefur þó ekki verið rannsakað til fullnustu og sem stendur er það eingöngu notað við þrymlabólum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis krem og hlaup.

Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er borið á hreina og þurra húð í þunnu lagi einu sinni á dag eða annan til þriðja hvern dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-3 vikur. Í upphafi meðferðar geta einkenni versnað.

Verkunartími:
Lyfið sjálft hefur áhrif í 5 daga eftir að notkun þess hættir. Bólur hverfa oft endanlega þegar búið er að ná þeim niður með lyfinu.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stórir skammtar geta valdið ertingu í húð og óþægindum. Skolaðu lyfið af húðinni. Ef þessi einkenni eru mikil skaltu hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru roði og húðflögnun. Þessar aukaverkanir koma oftast fyrir í upphafi meðferðar en minnka með tímanum. Hjá sjúklingum með viðkvæma húð geta einkenni versnað áður en árangur meðferðarinnar fer að sjást.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga í húð          
Flögnun, kláði eða þurr húð          
Húð viðkvæm fyrir kulda eða roki          
Litabreytingar í húð          
Mikil útbrot          
Roði, sviði eða hitatilfinning í húð          

Milliverkanir

Tretínóín veldur frekar ertingu ef það er notað með öðrum útvortis húðlyfjum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Lyfið á aldrei að nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað ungum börnum.

Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ekki notað.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Húðin verður mjög viðkvæm fyrir sólarljósi meðan lyfið er notað. Varastu að lyfið berist í augu, nef og munn eða á opin sár og sólbrennda húð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.