Singulair

Lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Montelúkast

Markaðsleyfishafi: N. V. Organon | Skráð: 1. september, 1998

Montelúkast, virka efnið í Singulair, vinnur gegn einkennum astma, þ.e. bjúgmyndun í öndunarfærum og þrengingu loftvega. Lyfið dregur úr áhrifum levkótríena, sem eru boðefni í líkamanum og valda mörgum einkennum astma þegar þau eru of virk, t.d. vegna ofnæmis. Montelúkast hefur einnig bólgueyðandi áhrif. Montelúkast gagnast við hefðbundnum astma, svo og áreynsluastma og astma af völdum ofnæmis. Lyfið getur einfaldað viðhaldsmeðferð þegar innúðalyf henta sjúklingi illa, og orðið viðbótarmeðferð ef önnur astmalyf hafa ekki borið fullnægjandi árangur. Singulair er ætlað sem viðbótarmeðferð við astma, sem fyrirbyggjandi meðferð við áreynsluastma og einnig getur það dregið úr einkennum árstíðabundinnar ofnæmisbólgu í nefi. Lyfið er fremur seinvirkt og því ekki gefið við bráðum astmaköstum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur og tuggutöflur inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Töflur, fullorðnir og börn eldri en 15 ára: 10 mg að kvöldi. Tuggutöflur, 6-14 ára: 5 mg að kvöldi. 2-5 ára: 4 mg að kvöldi. Tuggutöflurnar á að taka á fastandi maga minnst 1 klst. fyrir eða 2 klst. eftir mat.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 24 klst.

Verkunartími:
Allt að 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum, upprunalegum umbúðum við stofuhita, varið ljósi og raka, þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni astma geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta að taka lyfið nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skaltu hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru almennt sjaldgæfar og lyfið þolist yfirleitt vel.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Höfuðverkur          
Kviðverkir          
Skapgerðarbreytingar          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Töflurnar eru ekki ætlaðar börnum yngri en 15 ára. Tuggutöflurnar eru ætlaðar börnum 2-14 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.