Mikilvægi meltingarflórunnar í gegnum öll lífsins skeið

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Melting Meltingarfærasjúkdómar

Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans. Þessar örverur eru gjarnan nefndar þarmaflóra eða meltingarflóra.

Meltingarflóran samanstendur af trilljónum örvera og inniheldur að minnsta kosti þúsund ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir miljónum gena eða margfalt fleiri en okkar eigin gen.

Niðurstöður úr rannsókn þar sem meltingarflóra úr þörmum manna var raðgreind sýndi fram á ríflega tuttugu og tvær miljónir gena.1 Um þriðjungur örvera í meltingarflórunni er svipaður hjá flestum einstaklingum en um tveir þriðju örveranna eru sérsniðnir að hverjum og einum. Það má því segja að meltingarflóran okkar sé einskonar auðkenni eða persónuskilríki.2,3

Mikilvægur þáttur meltingarflórunnar er að viðhalda heilbrigði meltingarvegar, sér í lagi smáþarma og ristils, en einnig verja okkur gegn óæskilegum þáttum svo sem sýklum.Í raun skipar meltingarflóran stóran sess í ónæmiskerfi líkamans með því að vera ákveðin hindrun eða tálmi fyrir sýkla sem komast í meltingarveginn og hindrar þannig útbreiðslu þeirra um líkamann. Rannsóknir benda til þess að fjölbreytileiki og fjölhæfni meltingarflórunnar jafnist á við heilt líffæri. Það má segja að meltingarflóran sé einskonar áunnið líffæri þar sem við fæðumst með lítið magn af þessari flóru en byggjum hana upp frá fyrsta degi. Fóstur í móðurkviði er með fáar tegundir af bakteríum í meltingarveginum, ef einhverjar. Í fæðingu fær barnið fjöldann allan af örverum frá móður (leggöngum, endaþarmi, húð) og úr umhverfinu inn um munninn. Örverurnar búa síðan um sig í meltingarveginum til frambúðar.Ef barn er tekið með keisaraskurði fer það á mis við stóran hluta af hagstæðum og sérvöldum örverum frá móður. Fyrstu örverur koma þá af húð móður og úr umhverfinu, sem er þá að öllum líkindum skurðstofa, aðstæður sem eru ekki endilega hagstæðar fyrir uppbyggingu á örveruflóru barnsins. Rannsóknir benda til að keisarabörn séu frekar útsett fyrir ofnæmum, astma eða exemi í samanburði við börn sem fæðast á hefðbundinn hátt. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á auknar líkur á glútenóþoli (e. celiac disease) hjá börnum sem tekin eru með keisaraskurði.6

Fæðið sem við fáum og umhverfið sem við dveljum í ræður miklu um það hvernig meltingarflóran vex og dafnar og eru fyrstu tvö til þrjú ár ævinnar mikilvægust.7 Rannsóknir sýna einnig mun á meltingarflóru barna sem fá brjóstamjólk og barna sem fá þurrmjólk.8,9 Börn sem fá brjóstamjólk fyrstu mánuðina mælast gjarnan með hærra hlutfall af Bacteroidetes en lægra hlutfall af Firmicutes. Rannsóknir sýna að hærra hlutafall af Firmicutes getur aukið líkur á ofþyngd.10

Meltingarflóran sem myndast á þessum fyrstu árum hefur áhrif á heilsufar einstaklingsins inn í framtíðina og bendir margt til þess að ýmsa sjúkdóma megi rekja til riðlunar á samsetningu meltingarflórunnar á fyrstu árum ævinnar.6,11 Flóran í meltingarveginum er síbreytileg alla ævi, frá vöggu til grafar. Ýmsir þættir hafa áhrif, svo sem aldur og búseta. Rannsóknir sýna að aldraðir einstaklingar hafa ólíka meltingarflóru í samanburði við yngri einstaklinga.12,13 Það má segja að megin þorri heilbrigðra einstaklinga hafi svipaða meltingarflóru upp að vissu marki, en mataræði, ýmsir umhverfisþættir, búseta, ásamt genaþáttum hafi áhrif á þróun meltingarflórunnar og heilbrigði hennar. Japanir eiga til dæmis auðveldara með að melta sjávargróður en aðrir en að sama skapi eiga þeir erfiðara með að melta mjólkursykur.14,15

Meltingarflóran getur haft bein áhrif á heilsufar okkar, líkamlega og andlega. Hún hjálpar okkur að brjóta niður fæðið, melta fæðið og frásoga næringarefnin. Hún framleiðir ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynleg. Meltingarflóran framleiðir einnig boðefni sem hafa áhrif á taugakerfið og þannig geðheilsu okkar. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um að samspil fæðu, meltingaraflóru og gegndræpi þarma hafi áhrif á geðheilbrigði.16,17

Fæðan er okkur öllum nauðsynleg. Það sem við látum ofan í okkur veitir okkur þó ekki einungis lífsnauðsynlega orku heldur hefur fæðan áhrif á líðan okkar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að fæðan ræður mörgu varðandi heilbrigði og lífsgæði. Ákveðnar fæðutegundir draga úr líkum á þróun ýmissa sjúkdóma á meðan aðrar geta jafnvel aukið líkur á að þróa ákveðna sjúkdóma.4,6,16,17 Fæðið getur einnig haft áhrif á líðan einstaklinga sem glíma við ýmsa sjúkdóma svo sem iðraólgu (IBS) eða kvíða.18–20

Við ættum ekki einungis að horfa á það sem við borðum, sama hvort það flokkast sem hollt eða óhollt, við þurfum einnig að að velta fyrir okkur hverju við förum á mis við í fæðuvalinu. Það má iðulega auka neyslu á ávöxtum og grænmeti án þess að fara í of miklar hugleiðingar um hvað ætti að forðast. Slík nálgun reynist fólki oft auðveldari, að bæta við sig hollustu frekar en að draga úr óhollustu.

Meltingarflóran getur riðlast eða orðið fyrir skaða (e. dysbiosis). Ástæður geta verið ýmsar, svo sem bólgusjúkdómar í þörmum, ofnæmi, ofþyngd eða sykursýki.11 Einnig getur notkun ákveðinna lyfja, og þá sér í lagi sýklalyfja, skaðað heilbrigða meltingarflóru.11,21 Rannsóknir sýna að slík riðlun getur haft áhrif til frambúðar sem kemur mögulega í ljós að nokkrum árum liðnum. Eitt af því sem rannsóknir hafa leitt í ljós eru tengsl sýklalyfjanotkunar og líkamsþyngdar. Rannsóknir sýna að börn sem hafa fengið mikið af sýklalyfjum eru líklegri til að verða of þung, jafnvel síðar á lífsleiðinni, þegar þau eru borin saman við börn sem hafa fengið lítið eða ekkert af sýklalyfjum.22–24

Þegar þarmaflóran er riðluð (e. dysbiotic) til langs tíma getur það haft slæmar afleiðingar í meltingarveginum en einnig fyrir utan hann (e. systemic). Riðluð eða óhagstæð samsetning meltingarflóru getur haft áhrif á gegndræpi smáþarma sem getur endað með ofleka. Ofleki í smáþörmum getur aukið líkur á að ýmsir óæskilegir þættir komist úr meltingarveginum og ræsi þannig ónæmiskerfið. Afleiðingarnar geta endað með langvinnum bólgum og geta áhrifin meðal annars náð til heila og taugakerfis.25 Birtingarmynd ofleka getur komið fram sem bæði líkamleg einkenni og/eða geðræn.26 Langvarandi ójafnvægi í meltingarflórunni getur aukið líkur á kvíða og depurð.27,28 Rannsóknir sýna samhengi milli riðlaðrar samsetningar á meltingarflóru og ýmissa geðraskana.28 Vísindamenn hafa einnig tengt ofleka smáþarma við ýmsa sjúkdóma, en riðluð samsetning meltingarflóru eykur líkur á slíkum ofleka.25 Rannsóknir sýna að ýmsir sjúklingahópar mælast með hækkað magn af zonulini í blóði og hægðum, en zonulin magn í blóði eða hægðum er mælikvarði á gegndræpi þarma m.a. notað sem lífmarki til að greina ofleka.25,26

Rannsóknir hafa leitt í ljós að ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir (þ.m.t. sýklar) og röskun á meltingarflóru hafa áhrif á ónæmiskerfið og þar með þróun ýmissa sjúkdóma.4,6,29 Meltingarflóran tekur stóran þátt í að verja okkur gegn sýklum sem geta sýkt bæði meltingarveg eða jafnvel komist þaðan út í líkamann.25 Þarmaflóran hefur áhrif á meltingarveginn og meltinguna sjálfa, en einnig á taugakerfið okkar, ónæmiskerfið, innkirtlakerfið og hormónakerfið. 17,21,25

Fjöldi rannsókna benda til þess að góðgerlar til inntöku (e. probiotics) og ákveðnir þættir í fæðunni (e. prebiotics) geti styrkt og hlúð að meltingarflórunni.30–35 Þessir góðgerlar finnast í gerjuðum mat eins og súrkáli, jógúrti, kefir og kombucha.36,37 Rannsóknir sýna að margir af þessum gerlum komast niður í meltingarveginn þar sem þeir efla meltingarflóruna og þar með hafa margskonar jákvæð heilsufarsleg áhrif. Sýnt hefur verið fram á að lifandi gerlar geta dregið úr líkum á að fá niðurgang og ýmis óþægindi samfara inntöku sýklalyfja.38 Rannsóknir sýna einnig að góðgerlar draga úr líkum á alvarlegum sýkingum í kjölfar sýklalyfjanotkunar.39

Meltingarflóran hefur mikið um það að segja hvernig heilsufari okkar er háttað, líkamlega og andlega, hvort við smitumst af sýklum úr umhverfinu eða þróum með okkur langvinna sjúkdóma. Með því að leggja áherslu á fjölbreytt og næringarríkt fæði, inntöku á nauðsynlegum bætiefnum og góðgerlum nærum við meltingarflóruna og þannig eflum við ónæmiskerfið, varnir líkamans, ásamt taugakerfi sem eykur líkur á betri líðan.

Það er áhugaverð staðreynd að meltingarflóran jafnast á við heilt líffæri og við ráðum í raun hvernig hún er samsett. Við erum með hagstæðar og óhagstæðar örverur í bland en viljum halda okkur við hærra hlutfall þeirra hagstæðu. Þannig græðum við gjarnan ákveðin lífefni (e. metabolites) sem þessar örverur framleiða fyrir okkur, en mörg af þeim hafa einnig verið rannsökuð og sýnt fram á jákvæð áhrif á heilsu. Það er góð regla að velja sér fæði sem nærir þennan jarðveg sem er í þörmunum og rækta þannig upp öfluga meltingarflóru. Leggjum okkur fram um að velja fjölbreytt fæði af góðum gæðum, fyrir okkur sjálf og meltingarflóruna okkar.

Greinahöfundurinn er Birna G. Ásbjörnsdóttir er annar stofnenda Jörth. Hún er doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og er með M.Sc. gráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey háskóla. Auk þess hefur hún lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.

840x290

Heimildir

 

1. Tierney BT, Yang Z, Luber JM, Beaudin M, Wibowo MC, Baek C, et al. The Landscape of Genetic Content in the Gut and Oral Human Microbiome. Cell Host Microbe [Internet]. 2019 Aug 14 [cited 2021 Jan 4];26(2):283-295.e8. Available from: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S193131281930352X?via%3Dihub#!

2. Structure, function and diversity of the healthy human microbiome. Nature [Internet]. 2012 Jun 13 [cited 2021 Jan 4];486(7402):207–14. Available from: http://www.nature.com/articles/nature11234

3. Franzosa EA, Huang K, Meadow JF, Gevers D, Lemon KP, Bohannan BJM, et al. Identifying personal microbiomes using metagenomic codes. Proceedings of the National Academy of Sciences [Internet]. 2015 Jun 2 [cited 2024 Jan 5];112(22):E2930–8. Available from: https://pnas.org/doi/full/10.1073/pnas.1423854112

4. Zheng D, Liwinski T, Elinav E. Interaction between microbiota and immunity in health and disease. Cell Res [Internet]. 2020 Jun 20 [cited 2021 Jan 4];30(6):492–506. Available from: http://www.nature.com/articles/s41422-020-0332-7

5. O'Hara AM, Shanahan F. The gut flora as a forgotten organ. EMBO Rep [Internet]. 2006 [cited 2021 Jan 4];7(7):688. Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1500832/

6. Leonard MM, Karathia H, Pujolassos M, Troisi J, Valitutti F, Subramanian P, et al. Multi-omics analysis reveals the influence of genetic and environmental risk factors on developing gut microbiota in infants at risk of celiac disease. Microbiome [Internet]. 2020 Dec 11 [cited 2021 Jan 4];8(1):130. Available from: https://microbiomejournal.biomedcentral.com/articles/10.1186/s40168-020-00906-w

7. M SR, M T, I GM, C GG, S S, MC C. Shaping Microbiota During the First 1000 Days of Life. Adv Exp Med Biol [Internet]. 2019 [cited 2021 Jan 4];1125. Available from: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30680645/

8. Ma J, Li Z, Zhang W, Zhang C, Zhang Y, Mei H, et al. Comparison of gut microbiota in exclusively breast-fed and formula-fed babies: a study of 91 term infants. Sci Rep [Internet]. 2020 Dec 25 [cited 2021 Jan 4];10(1):15792. Available from: http://www.nature.com/articles/s41598-020-72635-x

9. FF R, R B, P P, P N. Intestinal flora in breast- and bottle-fed infants. J Perinat Med [Internet]. 1998 [cited 2021 Jan 4];26(3). Available from: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/9773376/

10. Castaner O, Goday A, Park YM, Lee SH, Magkos F, Shiow SATE, et al. The Gut Microbiome Profile in Obesity: A Systematic Review. Int J Endocrinol [Internet]. 2018 [cited 2021 Jan 4];2018. Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5933040/

11. P V, T W, JS G, D K. Antibiotics, pediatric dysbiosis, and disease. Cell Host Microbe [Internet]. 2015 [cited 2021 Jan 4];17(5). Available from: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25974298/

12. DeJong EN, Surette MG, Bowdish DME. The Gut Microbiota and Unhealthy Aging: Disentangling Cause from Consequence. Cell Host Microbe [Internet]. 2020 Aug 12 [cited 2021 Jan 4];28(2):180–9. Available from: https://www.cell.com/cell-host-microbe/pdf/S1931-3128(20)30409-1.pdf

13. B L, C S, PW O, RP R. Compositional dynamics of the human intestinal microbiota with aging: implications for health. J Nutr Health Aging [Internet]. 2014 [cited 2021 Jan 4];18(9). Available from: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25389954/

14. Hehemann JH, Correc G, Barbeyron T, Helbert W, Czjzek M, Michel G. Transfer of carbohydrate-active enzymes from marine bacteria to Japanese gut microbiota. Nature [Internet]. 2010 Apr [cited 2021 Jan 4];464(7290):908–12. Available from: http://www.nature.com/articles/nature08937

15. Goh L, Said RM, Goh K. Lactase deficiency and lactose intolerance in a multiracial Asian population in Malaysia. JGH Open [Internet]. 2018 [cited 2021 Jan 4];2(6):307. Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6308090/

16. Wang B, Yao M, Lv L, Ling Z, Li L. The Human Microbiota in Health and Disease. Engineering [Internet]. 2017 Feb 1 [cited 2021 Jan 4];3(1):71–82. Available from: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2095809917301492

17. Valdes AM, Walter J, Segal E, Spector TD. Role of the gut microbiota in nutrition and health. BMJ [Internet]. 2018 Jun 13 [cited 2021 Jan 4];361. Available from: https://www.bmj.com/content/361/bmj.k2179

18. K N, H K, B B. A controlled, double-blind, randomized study on the efficacy of Lactobacillus plantarum 299V in patients with irritable bowel syndrome. Eur J Gastroenterol Hepatol [Internet]. 2001 [cited 2021 Jan 4];13(10). Available from: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11711768/

19. Moser G, Fournier C, Peter J. Intestinal microbiome-gut-brain axis and irritable bowel syndrome. Wien Med Wochenschr [Internet]. 2018 [cited 2021 Jan 4];168(3):62. Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5860136/

20. Yang B, Wei J, Ju P, Chen J. Effects of regulating intestinal microbiota on anxiety symptoms: A systematic review. Gen Psychiatr [Internet]. 2019 [cited 2021 Jan 4];32(2). Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6551444/

21. Wilkins LJ, Monga M, Miller AW. Defining Dysbiosis for a Cluster of Chronic Diseases. Sci Rep [Internet]. 2019 Dec 9 [cited 2021 Jan 4];9(1):12918. Available from: http://www.nature.com/articles/s41598-019-49452-y

22. Cox LM, Blaser MJ. Antibiotics in early life and obesity. Nat Rev Endocrinol [Internet]. 2015 Mar 9 [cited 2021 Jan 4];11(3):182–90. Available from: http://www.nature.com/articles/nrendo.2014.210

23. Rasmussen SH, Shrestha S, Bjerregaard LG, Ängquist LH, Baker JL, Jess T, et al. Antibiotic exposure in early life and childhood overweight and obesity: A systematic review and meta-analysis. Diabetes Obes Metab [Internet]. 2018 Jun 1 [cited 2021 Jan 4];20(6):1508–14. Available from: http://doi.wiley.com/10.1111/dom.13230

24. Stark CM, Susi A, Emerick J, Nylund CM. Antibiotic and acid-suppression medications during early childhood are associated with obesity. Gut [Internet]. 2019 Jan 1 [cited 2021 Jan 4];68(1):62–9. Available from: https://gut.bmj.com/content/68/1/62

25. Fasano A. All disease begins in the (leaky) gut: role of zonulin-mediated gut permeability in the pathogenesis of some chronic inflammatory diseases. F1000Res [Internet]. 2020 [cited 2021 Jan 4];9. Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6996528/

26. Asbjornsdottir B, Snorradottir H, Andresdottir E, Fasano A, Lauth B, Gudmundsson LS, et al. Zonulin‐dependent intestinal permeability in children diagnosed with mental disorders: A systematic review and meta‐analysis. Nutrients. 2020;12(7).

27. Clapp M, Aurora N, Herrera L, Bhatia M, Wilen E, Wakefield S. Gut microbiota's effect on mental health: The gut-brain axis. Clin Pract [Internet]. 2017 [cited 2021 Jan 4];7(4). Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5641835/

28. M L, SC C, S S, A L. Cognitive-Behavioural Correlates of Dysbiosis: A Review. Int J Mol Sci [Internet]. 2020 [cited 2021 Jan 4];21(14). Available from: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32650553/

29. Sekirov I, Russell SL, Antunes LCM, Finlay BB. Gut Microbiota in Health and Disease. Physiol Rev [Internet]. 2010 Jul [cited 2018 Dec 3];90(3):859–904. Available from: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/20664075

30. K. A, D. B. Probiotics for prevention of necrotizing enterocolitis in preterm infants. Cochrane Database of Systematic Reviews [Internet]. 2008;(1). Available from: http://www.embase.com.oala-proxy.surrey.ac.uk/search/results?subaction=viewrecord&from=export&id=L351807674

31. Yang B, Wei J, Ju P, Chen J. Effects of regulating intestinal microbiota on anxiety symptoms: A systematic review. Gen Psychiatr [Internet]. 2019 Apr 17 [cited 2019 May 31];32(2):e100056. Available from: http://gpsych.bmj.com/lookup/doi/10.1136/gpsych-2019-100056

32. S. K, J. G, M.E. S, A. F, D. V. Effectiveness of probiotics on the duration of illness in healthy children and adults who develop common acute respiratory infectious conditions: A systematic review and meta-analysis. British Journal of Nutrition [Internet]. 2014;112(1):41–54. Available from: http://www.embase.com.oala-proxy.surrey.ac.uk/search/results?subaction=viewrecord&from=export&id=L53155147

33. Sachdeva A, Nagpal J. Effect of fermented milk-based probiotic preparations on Helicobacter pylori eradication: a systematic review and meta-analysis of randomized-controlled trials. Eur J Gastroenterol Hepatol [Internet]. 2009 Jan [cited 2015 Jul 28];21(1):45–53. Available from: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19060631

34. Rolfe VE, Fortun PJ, Hawkey CJ, Bath-Hextall F. Probiotics for maintenance of remission in Crohn's disease. Cochrane Database Syst Rev [Internet]. 2006 Jan [cited 2015 Jul 28];(4):CD004826–CD004826. Available from: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17054217

35. M. W, H. S. Probiotics for preventing healthcare-associated diarrhea in children: A meta-analysis of randomized controlled trials. Pediatr Pol [Internet]. 2014;89(1):8–16. Available from: http://www.embase.com.oala-proxy.surrey.ac.uk/search/results?subaction=viewrecord&from=export&id=L52930202

36. MJ SL, C GL, J PD, A G. The role of probiotic lactic acid bacteria and bifidobacteria in the prevention and treatment of inflammatory bowel disease and other related diseases: a systematic review of randomized human clinical trials. Biomed Res Int [Internet]. 2015 [cited 2021 Jan 4];2015. Available from: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25793197/

37. Rezac S, Kok CR, Heermann M, Hutkins R. Fermented Foods as a Dietary Source of Live Organisms. Front Microbiol [Internet]. 2018 [cited 2021 Jan 4];9. Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6117398/

38. Blaabjerg S, Artzi DM, Aabenhus R. Probiotics for the Prevention of Antibiotic-Associated Diarrhea in Outpatients—A Systematic Review and Meta-Analysis. Antibiotics [Internet]. 2017 [cited 2021 Jan 4];6(4). Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5745464/

39. Goldenberg JZ, Yap C, Lytvyn L, Lo CKF, Beardsley J, Mertz D, et al. Probiotics for the prevention of Clostridium difficile-associated diarrhea in adults and children. Cochrane Database of Systematic Reviews [Internet]. 2017 Dec 19 [cited 2021 Jan 4]; Available from: http://doi.wiley.com/10.1002/14651858.CD006095.pub4