Lifum heil: Hreyfing

Fyrirsagnalisti

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Hreyfing Næring : Hreyfing, næring, svefn og andleg næring

Hreyfing, næring, svefn og andleg næring eru megin stoðir heildrænnar heilsu og auka lífsgæði okkar og lengja líf. Dr. Victor Guðmundsson læknir brennur fyrir þessu málefni og fjallar um í þessu fræðslumyndbandi mikilvægi jafnvægis þessara fjóra þátta til að fyrirbyggja, viðhalda og öðlast betri heilsu.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Hreyfing : Hvað er flot?

Valdís eigandi Flothettu talar um fræðin á bakvið flot og hversu góð áhrif það hefur á líkamann. Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Hugmyndin er innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar og reynsluheimi Íslendinga sem alist hafa upp í nánum tengslum við vatnið. Flothetta veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni og gerir manni kleift að upplifa nærandi slökun í þyngdarleysi vatnssins. 

Hreyfing Húð Vörukynningar : Hvað er tíðabikar?

Tíðabikar er heilsusamlegri, auðveldari og umhverfisvænni kostur á tíðablæðingum. Hann er úr mjúku silikoni sem hægt er að nota aftur og aftur á meðan blæðingar standa yfir. Bikarinn safnar tíðablóðinu í stað þessa að sjúga það upp eins og t.d tíðartappar virka. Bikarinn má nota í allt að 12 tíma í senn.

Almenn fræðsla Hreyfing : Veldu vellíðan

Hvað er heilsa? Það er líklega mjög misjafnt hvaða skoðun fólk hefur á því. Fyrir suma þýðir góð heilsa það að vera laus við sjúkdóma og verki og geta stundað vinnu og áhugamál án mikilla vandkvæða. Fyrir aðra þýðir hugtakið að vera grannur og í brjálæðislega góðu formi.