Sjúkdómar og kvillar: Algengir kvillar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Hofudverkur

Algengir kvillar : Höfuðverkur

Höfuðverkjaköst fylgja oft sótthita, til dæmis ef um inflúensu og kvef er að ræða. Þreyta, reykingar og neysla áfengis geta einnig orsakað höfuðverk.

Hofudlus

Algengir kvillar : Höfuðlús

Höfuðlúsin er sníkjudýr sem lifir í hársverði manna. Hún heldur sér fastri með klóm sem grípa um hárlegginn. Lúsin er grágul að lit og er smávaxin, aðeins 2-4 mm löng.

Hiti

Algengir kvillar : Hiti

Sótthiti er óeðlilega hár líkamshiti. Hann er ekki sjúkdómur heldur einkenni sjúkdóms sem oftast má rekja til sýkingar.

Algengir kvillar : Hálsbólga

Verkur eða særindi í hálsi er algengur fylgikvilli kvefs (veirusýkingar). Kokið verður þá rautt og bólgið svo og hálskirtlarnir.

Algengir kvillar : Gyllinæð

Gyllinæð stafar af víkkun bláæða (æðahnútar) við endaþarmsop. Talið er að þessi kvilli hrjái um það bil annan hvern mann einhvern tíma ævinnar.

Algengir kvillar : Gelgjubólur

Gelgjubólur (sem einnig nefnast gelgjuþrymlar eða unglingabólur) stafa af truflaðri starfsemi fitukirtla í húðinni. Fitumyndunin er venjulega óeðlilega mikil og dökkir tappar geta sest í op fitukirtlanna og stíflað rásir þeirra. Þá er talað um fílapensla.

Algengir kvillar : Frunsur

Frunsur (áblástur) lýsa sér með útbrotum þéttskipaðra vessafylltra blaðra sem mynda sár á vörum og við munn og stafa af sýkingu af völdum herpesveira.

Algengir kvillar : Fótsveppir

Fótsveppir eru algengur kvilli, einkum hjá fullorðnu fólki. Þeir fá helst fótsveppi sem nota þröngan skófatnað. Algengustu einkennin eru að húðin flagnar milli tánna og þessu fylgir kláði og sviti milli táa.

Augnthurrkur

Algengir kvillar : Augnþurrkur

Það sem oft er kallað augnþreyta lýsir sér gjarnan með særindum, sviða og kláða og er oft á tíðum vegna augnþurrks. Helsta orsök þurrks í augum er skortur á táravökva.

Algengir kvillar : Exem

Exem lýsir sér sem bólga í húð. Það byrjar oft sem kláði og stundum roði. Síðar myndast rauðleitir hnútar og/eða vessafylltar blöðrur. Ef blöðrurnar springa myndast grunn, vessandi sár. Exemið þróast síðan yfir á þurrara stig þannig að vessinn þornar og hrúður myndast.

Blodrur-i-munni

Algengir kvillar : Blöðrur og sár í munni

Blöðrur og sár inni í munninum, t.d. munnangur, geta stafað af veirum, bakteríum eða sveppum, en stundum fær fólk sár á slímhúð munns aftur og aftur án þess að orsök liggi fyrir

Síða 2 af 2