Calcipotriol/Betamethasone Teva

Psoriasislyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Betametasón_ Kalcípótríól

Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. janúar, 2021

Calcipotriol/Betamethasone Teva inniheldur tvö virk efni, kalcípótríól og betametasón. Kalcípótríól er notað við psoríasis og er það efnafræðilega skylt D-vítamíni. Psoríasis orsakast af of mikilli fjölgun húðfrumna og röskun á starfsemi þeirra. Húðin flagnar og skemmdir eða sár myndast í henni. Kalcípótríól hefur áhrif á afritun erfðaefnis frumna í húð og vinnur þannig á móti of mikilli fjölgun húðfrumna. Betametasón bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið. Það hefur því bólgueyðandi, kláðastillandi, æðaherpandi og ónæmisbælandi áhrif. Sterar sem notaðir eru í húðlyf skiptast gróflega í 4 flokka eftir styrkleika. Betametasón er tiltölulega öflugur steri og tilheyrir flokki 3, næstöflugasta flokknum. Calcipotriol/Betamethasone Teva er notað útvortis á húð við slæmum psoríasis sem þykir viðráðanlegur með útvortis meðferð.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis smyrsli.

Venjulegar skammtastærðir:
Borið á psoríasisbletti 1 sinni á dag í 4 vikur. Hámarsskammtur ætti ekki að fara yfir 15 g á dag. Hendur skal þvo eftir notkun.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings. Flestir sjá árangur eftir 2 vikna meðverð þrátt fyrir að psoríasisblettirnir séu ekki horfnir.

Verkunartími:
4 vikur eftir stöðuga notkun lyfsins.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Einkenni sjúkdómsins geta komið fram aftur þegar notkun lyfsins er hætt. Það gæti verið nauðsynlegt að hætta notkun lyfsins smám saman sérstaklega ef meðferð hefur staðið yfir í lengri tíma.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stærri skammtar en ráðlagðir eru geta haft áhrif á kalkbúskap líkamans og aukið magn kalsíum í blóði. Hafðu samband við lækni ef einkenni þess koma fram: Ógleði, harðlífi, þorsti og tíð þvaglát. Þar sem lyfið inniheldur stera geta stórir skammtar í langan tíma leitt til húðþynningar eða almennra aukaverkana.

Langtímanotkun:
Lyfið er venjulega ekki ætlað til langtímanotkunar. Ráðlagður meðferðartími er allt að 4 vikur. Frekari meðferð skal vera undir eftirliti læknis. Æskilegt er að fylgjast reglulega með kalsíumi í blóði þegar lyfið er notað í langan tíma. Meiri hætta er á því að aukaverkanir af betametasóni komi fram við langvarandi notkun, það gæti meðal annars valdið húðþynningu og minnkaðri virkni nýrnahetta.


Aukaverkanir

Við meðhöndlun á stórum húðsvæðum geta almenn áhrif barkstera komið fram. Afleiðingarnar geta verið kringluleitara andlitslag, beinþynning og hömlun á vexti. Þetta er hins vegar mjög sjaldgæft.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Almenn steraáhrif        
Húðþynning          
Ógleði, hægðatregða, þorsti og tíð þvaglát        
Útbrot og mikill kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Sviðatilfinning í húð          
Versnun á psoríasis      
Truflun á starfsemi nýrnahetta (Þreyta, kvíði, þunglyndi)        
Ský á augasteini eða aukinn augnþrýstingur        

Milliverkanir

Gæta þarf varúðar þegar kalcípótríól er notað ásamt öðrum lyfjum sem geta hækkað kalsíummagn í blóði, t.d. sum sýrubindandi lyf og kvenhormón. Notkun annarra barkstera á sama tíma aukast líkur á aukaverkunum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með sykursýki
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir haft röskun á kalkbúskap líkamans
  • þú sért með brátt psoríasis þar sem húðin er rauð, flagnandi og með graftarbólum
  • þú sért með sár og sáramyndun eða einhver önnur húðvandamál

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Betametasón berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið. Ekki er vitað hvort kalcípótríól berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Lyfið má ekki nota í andlit. Varast skal að bera smyrslið á stór húðsvæði þar sem húð er sködduð, í húðfellingar og á slímhúð og einnig á húðsvæði undir loftþéttum umbúðum. Forðast skal mikla veru í sólarljósi.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.