Ceftazidima Normon
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Ceftazidím
Markaðsleyfishafi: Laboratorios Normon | Skráð: 8. júní, 2020
Ceftazidima Normon er sýklalyf í flokki lyfja sem kallast cefalóspórín. Það er er notað við meðferð alvarlegra bakteríusýkinga hjá fullorðnum og börnum. Virka efnið í lyfinu heitir ceftazidím og það drepur bakteríur með því að hindra að þær geti myndað bakteríuvegg.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf.
Venjulegar skammtastærðir:
Læknirinn ákveður réttan skammt af Ceftazidima Normon og ræðst hann af: alvarleika og tegund sýkingar, hvort þú takir önnur sýklalyf, þyngd, aldri og nýrnastarfsemi. Læknir eða hjúkrunarfræðingur sjá yfirleitt um að gefa Ceftazidima Normon með inndælingu í bláæð eða vöðva.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Einstaklingsbundið.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá við lægri hita en 25°C.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú missir af inndælingu áttu að fá hana eins fljótt og unnt er. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota, fáðu bara næsta skammt á venjulegum tíma.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Húðútbrot | |||||||
Krampar eða flog | |||||||
Niðurgangur | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur á stungustað |
Milliverkanir
Rannsóknir á milliverkunum hafa aðeins verið gerðar með próbenecíði og fúrósemíði.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hefur fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð við einhverju öðru sýklalyfi
Meðganga:
Það liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um notkun ceftazidíms á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ceftazidím má nota samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið má gefa börnum og ráðast þá skammtar af þyngd.
Eldra fólk:
Fá lægri skammta, sérstaklega þeir sem eru eldri en 80 ára.
Akstur:
Ceftazidima Normon getur valdið aukaverkunum sem hafa áhrif á hæfni þína til aksturs, svo sem sundli/svima. Aktu ekki eða notaðu vélar nema þú sért viss um að finna ekki fyrir slíkum áhrifum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.