Doktacillin

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ampicillín

Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 17. janúar, 2020

Doktacillin er sýklalyf í flokki penicillína. Ampicillín er notað við alvarlegum sýkingum af völdum baktería sem eru næmar fyrir ampicillíni.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyfs-/innrennslisstofn.

Venjulegar skammtastærðir:
Þér verður gefið Doktacillin með inndælingu af heilbrigðisstarfsmanni.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Spyrjið heilbrigðisstarfsmann ef grunur er um að gleymst hafi að gefa þér skammt. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að gefa.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þér er gefinn stærri skammtur af lyfinu en var ávísað og þér líður ekki vel eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Einkenni ofskömmtunar eru ógleði, uppköst, niðurgangur, röskun á blóðsöltum, skert meðvitund, vöðvakippir, sinadráttur, dauðadá, nýrnabilun og blóðleysi ásamt gulu.

Langtímanotkun:
Lyfið er yfirleitt gefið tímabundið.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Sýkingar          
Útbrot          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofnæmi fyrir pensilínlyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Óhætt er að nota Doktacillin á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Óhætt er að nota Doktacillin meðan barn er haft á brjósti.

Börn:
Skammtastærð fer eftir líkamsþyngd barnsins.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.