Hyrimoz

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Adalimumab

Markaðsleyfishafi: Sandoz | Skráð: 26. júlí, 2018

Hyrimoz er líftæknilyf notað við ýmsum bólgusjúkdómum í börnum og fullorðnum, meðal annars iktsýki, liðagigt, hryggikt, skellusóra og chrons. Virka efnið í Humira heitir adalimumab og er svokallaður TNF-blokkari. TNF er hluti af ónæmiskerfi líkamans og er til staðar í auknu magni í bólgusjúkdómum, þegar lyfið hamlar TNF dregur það úr bólgu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf, lausn sprautuð undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
20mg-40mg aðra hverja viku. Skammtastærðir eru mismunandi eftir aldri, þyngd og sjúkdómi.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Lyfið er geymt í kæli (2°C-8°C). Staka sprautu má geyma við stofuhita til varnar gegn ljósi í allt að 14 daga.

Ef skammtur gleymist:
Sprautaðu þig um leið og þú manst eftir því og halda svo áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef þú vilt hætta að nota lyfið skaltu gera það í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef tekin er of stór skammtur skal hafa samband við lækni, lyfjafræðing eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Við langtímameðferð er ráðlagt að meta ávinning og áhættu árlega.


Aukaverkanir

Hér er taldar upp þær aukaverkanir sem eru taldar mjög algengar eða geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðleysi          
Húðútbrot, ofsakláði        
Hækkun á blóðfitu          
Höfuðverkur          
Kviðverkir, ógleði, uppköst          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Óþægindi á stungustað          
Stoðkerfisverkir          
Sýkingar          
Hvítfrumnafæð          

Milliverkanir

Ekki mælt með samhliða notkun Humira og annarra TNF-blokka (anakinra, abatacept).

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartabilun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með sýkingu
  • þú sért með taugasjúkdóm

Meðganga:
Notkun lyfsins á meðgöngu getur haft áhrif á nýbura. Einungis skal nota lyfið ef greinileg þörf er á.

Brjóstagjöf:
Notkun lyfsins er í lagi með barn á brjósti.

Eldra fólk:
Hætta á sýkingum er meiri hjá sjúklingum eldri en 65 ára.

Akstur:
Hyrimoz getur mögulega haft áhrif og hver og einn verður að meta hæfni sína til aksturs.

Annað:
Aðeins sérfræðilæknar í gigtarlækningum, húðsjúkdómum, meltingarsjúkdómum, gigtarsjúkdómum barna, ónæmisfræði og augnlækningum mega skrifa upp á þetta lyf.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.