Monofer

Blóðskortslyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Járn (III)

Markaðsleyfishafi: Pharmacosmos | Skráð: 1. október, 2012

Járn er snefilefni og nauðsynlegt líkamanum. Járn er í blóðinu í próteinsambandi sem kallast hemóglóbín, og það er líka að finna í öllum rauðum blóðkornum. Hemóglóbín gegnir því hlutverki að flytja súrefni til vefja líkamans og koldíoxíð frá frumum líkamans. Venofer er notað við járnskorti og blóðleysi. Járnskortur stafar venjulega af ónógu járni í fæðu, lélegu frásogi járns frá þörmum, aukningu á járnþörf, blóðmissi eða ákveðnum sjúkdómum. Járn er gefið sem stungulyf þegar frásog járns er óeðlilega lítið eða viðkomandi þolir illa járn til inntöku.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í bláæð.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru ákvarðaðir fyrir hvern og einn sjúkling út frá líkamsþyngd og heildar járnskorti. Lyfið er gefið mest 3svar í viku með inndælingu í bláæð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Járnmagn í líkama eykst strax við fyrstu notkun.

Verkunartími:
Einstaklingsháður.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Metið er út frá blóðprufum hver járnforði líkamans er og töku lyfsins er hætt þegar búið er að ná upp eðlilegu járnmagni í líkamanum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Getur valdið útfellingu járns í vefjum og á að meðhöndla ofskömmtun með lyfi sem klóbindur járn.

Langtímanotkun:
Lyfið skal einungis nota í þann tíma sem tekur að ná járnbirgðum líkamans upp í eðlileg gildi. Eftir það skal hætta notkun lyfsins. Því er yfirleitt ekki um langtímanotkun að ræða.


Aukaverkanir

Helstu aukaverkanir eru tímabundin breyting á bragðskyni, lágþrýstingur, hiti og hrollur, verkanir á stungustað og ógleði. Lyfið þolist yfirleitt mjög vel því einungis 0,5-1,5% sjúklinga finna fyrir aukaverkunum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breyting á bragðskyni          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Vöðvakrampar, vöðvaverkir          

Milliverkanir

Ekki má nota lyfið samtímis öðrum járnlyfjum til inntöku og eftir að meðferð er hætt eiga að líða a.m.k. 5 dagar áður en inntaka járns hefst.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með astma, exem, eða annað ofnæmi
  • þú sért með blóðleysi sem ekki stafar af járnskorti
  • þú sért með of mikið járn í líkamanum eða hvort nýting járns sé ekki eðlileg
  • þú sért með skorpulifur, lifrarbólgu eða óeðlileg lifrargildi
  • þú sért með sýkingu

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ólíklegt er að lyfið berist í brjóstamjólk og því er í lagi að nota lyfið samhliða henni.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Járn skal ekki nota nema að undangengnum blóðrannsóknum sem staðfesta járnskort. Járn á stungulyfsformi skal eingöngu notað af sjúklingum sem ekki geta tekið járn inn um munn, hjá þeim sem hafa þörf fyrir hraða uppbyggingu járnforðans og handa þeim sem eru með bólgusjúkdóm í ristli og þola ekki járn til inntöku. Járnlyf gefin í æð geta valdið bráðaofnæmi sem getur verið banvænt og því verður að vera aðstaða til endurlífgunar þar sem lyfið er gefið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.