Lymecycline Actavis

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Lymecycline

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. júlí, 2015

Lymecycline Actavis tilheyrir flokki tetracýklín sýklalyfja. Sýklalyf í þessum flokki eru breiðvirk, þ.e. þau virka á margar tegundir sjúkdómsvaldandi baktería. Lymecycline Actavis er ætlað til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum. Þrymlabólur sem geta verið svartar eða hvítar og eru oft kallaðar fílapenslar eða unglingabólur. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur tetracýklín raskað eðlilegri bakteríuflóru líkamans. Því getur fylgt aukin hætta á sýkingum af völdum sveppa eða baktería sem eru ónæmar fyrir lyfinu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
1 hylki daglega

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingbundið

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Frásog Lymecycline Actavis verður ekki fyrir áhrifum af miðlungsmiklu magni af mjólk (t.d. glasi). Lymecycline Actavis skal ávallt taka með glasi af vatni.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt skalt þú einfaldlega taka hann þegar þú manst eftir því og halda síðan áfram eins og venjulega, nema tími sé kominn til að taka næsta skammt. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Þú skalt aldrei taka fleiri hylki en læknirinn ráðleggur.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Meðferð skal haldið áfram í a.m.k. 8 vikur til 12 vikur, en hins vegar er mikilvægt að takmarka notkun sýklalyfja við eins stutt tímabil og hægt er og hætta notkun þeirra þegar frekari bati er ólíklegur. Meðferð skal ekki haldið áfram í meira en 6 mánuði.


Aukaverkanir

í vinnslu

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andnauð, bólga í munni og koki      
Flökurleiki, uppköst og ógleði          

Milliverkanir

Eftirtalin lyf skal ekki taka á sama tíma og Lymecycline Actavis, þar sem þau geta haft áhrif á hversu vel Lymecycline Actavis virkar. Þessi lyf skal taka a.m.k. tveimur klukkustundum fyrir eða eftir töku Lymecycline Actavis: - lyf við meltingartruflunum - lyf við magasárum - quinalapríl (við háum blóðþrýstingi) - bætiefni sem innihalda kalsíum, ál, magnesíum, zink eða járn - dídanósín (notað við HIV)

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð

Meðganga:
Ekki má nota Lymecycline Actavis ef þú ert þunguð.

Brjóstagjöf:
Ekki má nota Lymecycline Actavis ef þú ert með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Börn eldri en 12 ára nota sömu skammta og fullorðnir

Annað:
Læknirinn getur ákveðið að minnka skammtinn ef um er að ræða skerta nýrnastarfsemi.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.