Regaine (afskráð nóv. 2011)

Önnur húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Mínoxidíl

Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark | Skráð: 1. október, 1988

Regaine er notað við arfgengri skallamyndun hjá körlum og konum. Virka efnið mínoxidíl virkar á svokallaðan karlmannaskalla (alopecia androgenetica), sem stafar af því að frumur í hársverði verða of næmar fyrir áhrifum karlhormóna. Verkunarmáti mínoxidíls er ekki þekktur til fulls en svo virðist sem lyfið hafi ekki áhrif á verkun hormóna. Viðunandi árangur næst hjá u.þ.b. þriðjungi einstaklinga eftir eins árs meðferð.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis húðlausn.

Venjulegar skammtastærðir:
1 ml af lyfinu (20 mg) er borinn á húðsvæðið 2svar á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif byrja að koma fram eftir 3-4ra mánaða meðferð.

Verkunartími:
Hætti notkun lyfsins ganga áhrif þess til baka á um 3 mánuðum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins hvenær sem hentar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukinn hárvöxtur á öðrum stöðum en lyfið er borið á          
Erting, kláði og roði í húð          

Milliverkanir

Húðlyf sem hafa áhrif á hornlag húðarinnar, geta aukið frásogs mínoxidíls sem borið er á húð, séu þessi lyf notuð samtímis.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára án samráðs við lækni.

Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ekki notað.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.