Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörDr. Erla Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum veitir ráð um góðar svefnvenjur.
Dr. Erlar Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum veitir ráð um góðar svefnvenjur.
Kæfisvefn getur haft töluverð áhrif daglegt líf. Einkenni kæfisvefns geta komið fram bæði á meðan svefni stendur og einnig í vöku. Helstu einkenni kæfisvefns í svefni eru háværar hrotur, tíð öndunarhlé, uppvaknanir, nætursviti og almennt óvær svefn. Helstu einkenni kæfisvefns að degi til eru dagsyfja, einbeitingarskotur, syfja við akstur, þörf á því að leggja sig á daginn og minnistruflanir.
Orkudrykkir njóta mikilla vinsælda á Íslandi í dag og hefur neysla þeirra aukist mikið á síðustu árum. Orkudrykkjaneysla barna og unglinga er sérstakt áhyggjuefni, en í íslenskri rannsókn frá 2018 kemur fram að um 55% menntaskólanema og 28% grunnskólanema drekki einn eða fleiri orkudrykk daglega.
Í samstarfi við dr. Erlu Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum auk annarra svefnsérfræðinga hjá Betri Svefn viljum við hjá Lyfju hjálpa þér að sofa betur.
Það að vakna er ferli sem getur tekið tíma og mörg líkamleg atriði hafa áhrif á hversu vel okkur tekst til. Það getur tekið okkur allt að 3 klukkustundir frá því að við vöknum þar til að við náum hámarks einbeitingu.
Líkamsklukkan stjórnast að verulegu leyti af reglubundnum birtubreytingum í umhverfinu sem hefur síðan áhrif á framleiðslu hormóns sem kallast melatónín. Styrkur melatóníns í blóðinu eykst þegar dimmir og stuðlar að því að okkur syfjar á kvöldin.
Við verjum allt að þriðjungi af lífi okkar í svefn en er sá tími alls ekki tímasóun þar sem svefn er ein helsta grunnstoð heilsu ásamt næringu og hreyfingu. Eðlilega er því mikið rætt og skrifað um svefn og margar algengar mýtur eru til er tengjast svefni. Hér fyrir neðan eru dæmi um 10 algengar mýtur um svefn.
Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefnvandamál sem undirsérgrein gaf foreldrum barna á fyrsta aldursárinu góð ráð í gegnum lifandi streymi á facebook síðu Lyfju þann 21. apríl 2021.