Akineton
Lyf við Parkinsonsjúkdómi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Bíperíden
Markaðsleyfishafi: Laboratorio Farmaceutico | Skráð: 1. desember, 1975
Bíperíden, virka efnið í Akineton, er notað við parkinsonsveiki og til að meðhöndla parkinsonslík einkenni sem stundum koma fram við notkun sefandi lyfja og geðlyfja. Í parkinsonsveiki verður ójafnvægi milli taugaboðefnanna asetýlkólíns og dópamíns, þaðan sem samhæfingu hreyfinga er stjórnað í heila, með þeim afleiðingum að asetýlkólín verður hlutfallslega of mikið. Bíperíden dregur úr áhrifum asetýlkólíns og minnkar með því móti starfsemi ósjálfráða taugakerfisins.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1-4 mg í senn 3-5 sinnum á dag. Töflurnar gleypist með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Þegar hætta skal á lyfinu skal minnka skammtinn smám saman á nokkrum dögum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en ráðlegt er að fara reglulega í eftirlit hjá lækni. Ákveðið nánar í samráði við lækni.
Aukaverkanir
Óþægilegustu aukaverkanir lyfsins stafa af virkni þess, þ.e. minnkuðum viðbrögðum ósjálfráða taugakerfisins. Aukaverkanirnar eru skammtaháðar og minnka venjulega eftir töku lyfsins í nokkra daga.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hraður hjartsláttur | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Ósamhæfðar hreyfingar | |||||||
Sjónstillingartruflanir | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Nákvæmar upplýsingar um milliverkanir við lyfið liggja ekki fyrir. Ráðlagt er að gæta varúðar þegar notuð eru lyf sem hafa svokölluð andkólínvirk áhrif. Þetta eru lyf sem er að finna í flokki sefandi lyfja, nokkrum af eldri geðdeyfðarlyfjunum auk parkinsonslyfja, krampastillandi lyfja og ofnæmislyfja.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Candpress Comp
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Hydromed
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Presmin Combo
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með gláku
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með ristilsjúkdóm
- þú sért með viðvarandi hægðatregðu
- þú sért með hraðan hjartslátt
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið getur truflað sjónstillingu. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.