Movicol

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Makrógól

Markaðsleyfishafi: Norgine | Skráð: 1. september, 2011

Lyfið heitir Movicol, mixtúruduft, lausn í stakskammtaíláti. Það er hægðalyf sem notað er við langvinnri hægðatregðu. Það er ekki ráðlagt handa börnum yngri en 12 ára. Movicol kemur jafnvægi á þarmahreyfingar jafnvel þótt hægðatregðan hafi staðið yfir lengi. Movicol hjálpar við að leysa upp harðar og inniklemmdar hægðir.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúruduft, lausn í stakskammtaíláti.

Venjulegar skammtastærðir:
Langvinn hægðatregða Fullorðnir: 1 stakskammtaílát, 1-3 svar sinnum á dag, eftir því hve alvarleg hægðatregðan er. Innihald hvers stakskammtaíláts er leyst upp í ½ glasi af vatni (125 ml). Venjulega varir meðferð með Movicol ekki lengur en 2 vikur. Meðferðina má endurtaka eða læknirinn getur ráðlagt lengri meðferð með Movicol en 2 vikur. Harðar inniklemmdar hægðir Fullorðnir: 8 stakskammtaílát, tekið inn á 6 klst. Innihald 8 stakskammtaíláta er leyst upp í 1 lítra af vatni, sem má ekki standa lengur en 6 klst. Venjulega varir meðferð ekki lengur en í 3 daga.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fáeinir klukkutímar.

Verkunartími:
Fáeinir klukkutímar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu skammtinn um leið og þú manst eftir því. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafa skal umbúðirnar meðferðis. Einkenni ofskömmtunar eru miklir kviðverkir og uppþemba, mikið vökvatap af völdum niðurgangs eða uppkasta.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar nema samkvæmt ráðleggingum læknis.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru vægar og tiltölulega sjaldgæfar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Magaverkir          
Ógleði          

Milliverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Ef þú tekur önnur lyf, skaltu taka þau a.m.k. einni klukkustund áður en þú tekur Movicol eða a.m.k. einni klukkustund síðar, því þau gætu annars skolast í gegnum meltingarveginn og virka þá ekki sem skyldi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nota má Movicol á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Nota má Movicol við brjóstagjöf.

Börn:
Ekki er mælt með notkun hjá börnum yngri en 12 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Movicol hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Þegar þú tekur Movicol skaltu halda áfram að drekka mikið vatn. Vökvainnihaldið í Movicol lausninni kemur ekki í staðinn fyrir venjulega inntöku vökva. 2 Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Movicol Ef um er að ræða hjartavandamál skal gæta sérstakrar varúðar þegar Movicol er notað við hörðum og inniklemmdum hægðum. Fylgið sérfyrirmælum í kafla 3. Ef þú færð einkenni sem hafa áhrif á vökvajafnvægi (til dæmis vökvasöfnun, mæði, aukna þreytu, vökvatap, hjartabilun, aukna þörf fyrir þvagræsilyf), skaltu samstundis hætta töku Movicol og hafa samband við lækninn. Ef þörf er á daglegri notkun hægðalyfja skal athuga orsakir langvinnrar hægðatregðu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.