Moventig

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Naloxegol

Markaðsleyfishafi: Kyowa Kirin | Skráð: 1. nóvember, 2017

Moventig inniheldur virka efnið naloxegol. Lyfið er notað við hægðatregðu hjá fullorðnum af völdum verkjalyfja, svokallaðra ópíóíða (t.d. morfín, oxýkódon, fentanýl, tramadól og kódein) sem eru notuð reglulega. Það er notað þegar áhrif hægðalyfja á hægðatregðuna eru óásættanleg. Hægðatregða í tengslum við ópíóíða getur valdið einkennum eins og t.d.: kviðverkjum, áreynslu á endaþarm (nauðsynlegt er að rembast mikið við þarmalosun, sem getur einnig valdið sársauka í endaþarmsopi við rembing), harðar hægðir (geta verið „grjótharðar“), ónóg tæming endaþarms (eftir þarmalosun er eins og hægðir sem þarf að losa séu enn til staðar í endaþarmi). Hjá sjúklingum með hægðatregðu sem nota ópíóíð og hafa prófað að minnsta kosti eitt hægðalyf með ófullnægjandi verkun á hægðatregðuna hefur verið sýnt fram á í klínískum rannsóknum að Moventig eykur fjölda þarmalosana og bætir einkenni hægðatregðu af völdum ópíóíða.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Ein 25 mg tafla á dag. Moventig á að taka að morgni til þess að koma í veg fyrir þarmalosun að nóttu. Moventig á að taka fastandi a.m.k. 30 mínútum fyrir fyrstu máltíð dagsins eða 2 klst. eftir fyrstu máltíð dagsins. Ef þú átt í erfiðleikum með að gleypa töfluna Ef þú átt í erfiðleikum með að gleypa töfluna getur þú mulið hana og blandað henni við vatn samkvæmt eftirfarandi: Mylja skal töfluna í duft; Helltu duftinu í hálft glas af vatni (120 ml); Hrærðu í blöndunni og drekktu strax; Til að ganga úr skugga um að ekkert lyf sé eftir skaltu skola glasið með öðru hálfu glasi af vatni (120 ml) og drekka.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Getur verið breytilegt

Verkunartími:
1-2 dagar

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki ætti að drekka greipaldinsafa í miklu magni meðan á töku Moventig stendur, þar sem hann getur í miklu magni haft áhrif á hve mikið af naloxegol kemst í líkamann.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef Moventig skammtur gleymist að taka hann um leið og munað er eftir honum. Ef minna en 12 klst. eru í næsta skammt á þó að sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af Moventig er notaður á að hafa sambandi við lækni eða sjúkrahús.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun          
Depurð          
Höfuðverkur          
Nefstífla eða nefrennsli          
Ofnæmi, jafnvel ofnæmislost      
Ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með magabólgur eða bólgusjúkdóm í þörmum
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú sért með þrengingar í þörmunum

Meðganga:
Notkun Moventig á meðgöngu er ekki ráðlögð.

Brjóstagjöf:
Ekki má nota Moventig meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Notkun Moventig er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá þessum aldurshópum.

Akstur:
Moventig hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Fíknarvandamál:
Sjúklingar sem tóku metadon vegna ópíóíðfíknar tóku ekki þátt í klínískum rannsóknum á þróunarstigi og gæta þarf varúðar við notkun naloxegols hjá þeim.

Annað:
Læknirinn gæti ákveðið að minnka skammtinn í 12,5 mg þegar um nýrnavandamál er að ræða eða ef þú notar diltiazem eða verapamil (lyf við háum blóðþrýstingi eða hjartaöng).


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.