Moviprep

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Makrógól

Markaðsleyfishafi: Norgine | Skráð: 1. september, 2011

Moviprep er hægðalyf með sítrónubragði sem er pakkað í fjóra skammtapoka. Það eru tveir stærri skammtapokar (‘skammtapoki A’) og tveir minni skammtapokar (‘skammtapoki B’). Þú þarft að nota alla þessa poka fyrir eina meðferð. Moviprep er eingöngu ætlað til notkunar hjá fullorðnum til að hreinsa ristilinn svo hann sé tilbúinn fyrir skoðun. Moviprep verkar þannig að það tæmir innihald ristilsins, svo þú skalt reikna með niðurgangi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúruduft, lausn

Venjulegar skammtastærðir:
Meðferðina má taka annað hvort sem skipta skammta eða sem stakan skammt, eins og lýst er að neðan: 1. Skiptir skammtar: einn lítri af Moviprep kvöldið áður og annar að morgni aðgerðardagsins. 2. Stakur skammtur: tveir lítrar af Moviprep eru teknir inn kvöldið fyrir aðgerð eða tveir lítrar að morgni þegar aðgerðin fer fram.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fáeinir klukkutímar.

Verkunartími:
Fáeinir klukkutímar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Mikilvægt: Ekki skal neyta neinnar fastrar fæðu frá þeim tíma þegar þú byrjar að taka inn Moviprep þangað til eftir að skoðun er lokið.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulegir ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru vægar og tiltölulega sjaldgæfar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Magaverkir          
Ógleði          

Milliverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Ef þú tekur önnur lyf, skaltu taka þau a.m.k. einni klukkustund áður en þú tekur Moviprep eða a.m.k. einni klukkustund síðar, því þau gætu annars skolast í gegnum meltingarveginn og virka þá ekki sem skyldi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Einungis skal nota lyfið ef læknirinn telur það nauðsynlegt.

Brjóstagjöf:
Einungis skal nota lyfið ef læknirinn telur það nauðsynlegt.

Börn:
Börn yngri en 18 ára skulu ekki nota Moviprep.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Ekki er æskilegt að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Moviprep inniheldur natríum, kalíum og fenýlalanín Þetta lyf inniheldur 56,2 mmól af natríum í hverjum lítra sem líkaminn getur tekið upp. Hafa skal þetta í huga þegar um er að ræða sjúklinga sem eru á mataræði þar sem inntöku natríums er stjórnað. Þetta lyf inniheldur 14,2 mmól af kalíum í hverjum lítra. Hafa skal þetta í huga, þegar um er að ræða sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi eða sjúklinga sem eru á mataræði þar sem inntöku kalíums er stjórnað.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.