Silkis (afskráð jan. 2010)
Psoriasislyf | Verðflokkur: $medicine.getPriceCategory().name | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Kalsítríól
Markaðsleyfishafi: óskráð
Silkis er notað við psoríasis. Psoríasis orsakast af of mikilli fjölgun húðfrumna og röskun á starfsemi þeirra. Húðin flagnar og skemmdir eða sár myndast í henni. Kalsítríól, virka efnið í lyfinu, er efnafræðilega skylt D-vítamíni. Það hefur áhrif á afritun erfðaefnis frumna í húð, og vinnur á móti þeim breytingum sem sjúkdómurinn veldur. Kalsítríól getur haft áhrif á fleiri frumutegundir. Þegar það er notað útvortis í venjulegum skömmtum er verkun þess nær eingöngu bundin við húðina. Áhrif lyfsins byrja að sjást eftir um 1-2ja vikna meðferð. Full áhrif koma fram eftir 6-8 vikur. Einkenni psoríasis hjaðna hjá flestum sem nota lyfið, og í um 15% tilfella ganga þau nær alveg til baka.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis smyrsli.
Venjulegar skammtastærðir:
Borið á psoríasisbletti í þunnu lagi 2svar á dag. Hámarksskammtur er 30 g af smyrslinu á dag. Hendur skal þvo eftir notkun.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 vikur.
Verkunartími:
4 vikur eftir stöðuga notkun lyfsins.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar notkun lyfsins lýkur. Hafðu samband við lækni áður en notkun lyfsins er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef lyfið er notað lengi í miklu magni getur það haft áhrif á kalkbúskap líkamans og aukið magn kalsíums í blóði. Hafðu samband við lækni ef einkenni þess koma fram: Ógleði, harðlífi, þorsti og tíð þvaglát.
Langtímanotkun:
Æskilegt er að fylgjast reglulega með kalsíumi í blóði þegar lyfið er notað lengi.
Aukaverkanir
Væg erting eða roði í húð koma oft fyrir í upphafi meðferðar, en hverfa oftast þegar líður á meðferð. Mikil notkun í langan tíma getur raskað kalkbúskap líkamans.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Útbrot og mikill kláði | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Gæta þarf varúðar þegar kalsítríól er notað ásamt öðrum lyfjum sem geta hækkað kalsíummagn í blóði, eins og sum sýrubindandi lyf og kvenhormón.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Candpress Comp
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Hydromed
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Presmin Combo
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með hækkað kalsíum í blóði
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Kalsítríól má ekki nota á andlit.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.