Varilrix

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Hlaupabólu-ristil veirur

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. október, 1995

Hlaupabóla er sjúkdómur sem orsakaður er af veiru og er algengastur í börnum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru bólur eða blettir í húð sem geta valdið miklum kláða sem breytast síðan í blöðrur og að lokum í sár. Sjúkdómurinn er mjög smitandi en þó ekki lífshættulegur. Þeir sem eru bólusettir hér á landi fyrir hlaupabólu eru þeir sem eru í mestri áhættu með að fá alvarlega hlaupabólu og einnig þeir einstaklingar sem umgangast slíka einstaklinga. Varilrix inniheldur veiklaða lifandi hlaupabólu-ristil veiru sem á að vekja upp mótefnasvörun í líkamanum án þess að fólk veikist af hlaupabólu og veitir þannig vörn gegn sjúkdómnum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Börn 9 mánaða til 12 ára: 2 skammtar gefnir með 6 vikna millibili. Unglingar og fullorðnir frá 13 ára aldri: 2 skammtar gefnir með 6 vikna millibili. Einstaklingar í áhættuhópi gætu þurft að fá viðbótarskammt.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
U.þ.b. 6 vikur.

Verkunartími:
Hjá börnum á aldrinum 12-15 mánaða helst virknin í um 7 ár. Ekki er vitað með vissu hvað bólusetningin dugar í langan tíma hjá öðrum aldurshópum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist ber að gefa hann um leið og munað er eftir því þar sem möguleiki er að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefnum. Ekki má gefa tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki er talið æskilegt að hætta gjöf lyfsins fyrr en allir skammtar hafa verið gefnir þar sem líkur eru á að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru yfirleitt vægar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Eymsli og bólga á stungustað          
Hiti          
Hlaupabóluútbrot        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar          

Milliverkanir

Hafi viðkomandi fengið ónæmisglóbúlín eða blóðgjöf skal fresta bólusetningu um a.m.k. 3 mánuði. Lyfið má ekki gefa samtímis öðrum lifandi veikluðum bóluefnum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með hita eða sýkingu
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum á meðgöngu. Kona má ekki verða þunguð fyrr en þremur mánuðum eftir gjöf á bóluefninu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.