Næring og vellíðan: Náttúruvörur (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Hvitlaukur

Náttúruvörur : Hvítlaukur

Hvítlauksplantan  Allium sativum, sem kallast líka hvítlaukur, er alþekkt matar- og lækningajurt og laukurinn er sá hluti plöntunnar sem er notaður.

Guarana

Náttúruvörur : Gúarana

Gúarana er þurrkað hlaup unnið úr fræjum sígrænna klifurrunna sem vaxa villtir á Amasónsvæðinu.
Margir útbúa heitan kaffíndrykk úr hlaupinu sem hefur sömu örvandi áhrif og gegnir sama félagslega hlutverkinu og te og kaffi í öðrum menningarsamfélögum í heiminum.

Graent-te

Náttúruvörur : Grænt te

Grænt te er drykkur lagaður úr þurrkuðum og gufusoðnum, grænum laufblöðum terunnans. Flestir nota grænt te sem mildan, örvandi drykk á sama hátt og aðrir nota svart te og kaffi.

Glitbra

Náttúruvörur : Glitbrá

Glitbrá er lágvaxinn, fjölær runni sem vex villtur í suðvestanverðri Evrópu og víðar í tempraða beltinu, en barst með landnemum til Norður-Ameríku sem ræktuðu hann til skrauts og til lækninga. Einkum notuð til að koma í veg fyrir mígreni.

Gingseng

Náttúruvörur : Ginseng

Ginseng er lágvaxin, fjölær jurt og þykir einstaklega erfið í ræktun. Í hefðbundnum, kínverskum lækningum er ginseng talið heilsubætandi, sefandi og hjartastyrkjandi og jurtin er talin auka vessaframleiðslu líkamans. 

Freyspalmi

Náttúruvörur : Freyspálmi

Freyspálmi er runnvaxin pálmategund sem vex villt í sendnum jarðvegi víða í suðaustanverðum Bandaríkjunum og á vissum svæðum við Miðjarðarhafið. Freyspálmi er talinn vinna gegn aukinni þörf til þvagláta, einkum að nóttu til, og öðrum einkennum sem tengjast stækkun og bólgu í blöðruhálskirtli.

Fjallagros

Náttúruvörur : Fjallagrös

Þrátt fyrir nafnið eru fjallagrös flétta - þörungur og sveppur í samlífi - ekki grös. Fjallagrös hafa lengi verið notuð við hósta, nefstíflu og slímrennsli og til að sefa óróleika í maga.

Engifer

Náttúruvörur : Engifer

Engiferjurtin er fjölær og vex villt í suðaustanverðri Asíu og er ræktuð á öðrum hitabeltissvæðum, svo sem á Jamaíku. Jarðstöngullinn er sætur og bragðmikill og því mikils metinn bæði sem krydd í matreiðslu og til lækninga.

Drottningarhunang

Náttúruvörur : Drottningarhunang

Alþýðulæknar staðhæfa að með því að neyta drottningarhunangs geti fólk öðlast sömu eiginleika og býflugnadrottningarnar: aukna líkamsstærð, meiri frjósemi og lengri ævi.

Bythettir

Náttúruvörur : Býþéttir

Býþéttir er rauðbrúnt, harpeiskennt efni sem býflugur vinna úr brumi aspar- og barrtrjáa. Býþéttir hefur einkar þægilega angan og sótthreinsandi og staðdeyfandi eiginleikar efnisins hafa verið kunnir frá örófi alda.

Aukaverkanir-og-milliverkanir

Náttúruvörur : Aukaverkanir og milliverkanir

Notkun náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna til sjálfslækninga, forvarna gegn sjúkdómum og til að bæta útlit nýtur aukinna vinsælda hérlendis. Með aukinni neyslu þessara vara er talið að tilfellum fjölgi þar sem rekja megi orsakir aukaverkana og milliverkana til þeirra.

Asidofilus

Náttúruvörur : Asídófílus

Asídófílus, sem á íslensku getur kallast sýrukær, er gagnlegur gerill (baktería) sem lifir í mannslíkamanum undir eðlilegum kringumstæðum.
Gerillinn er tekinn í því skyni að stuðla að heilbrigði meltingarvegar og til að koma á jafnvægi í gerlaflóru legganga og smáþarma eftir sýklalyfjakúr.

Arnika

Náttúruvörur : Arnika

Arnika er þurrkaðar blómkörfur fjallagullblóms (einnig nefnt sólarljómi) eða annarra tegunda af ættkvísl sólarblóma, en til hennar heyra fjölærar plöntur sem bera skærgul blóm sem minna á baldursbrá. Arnika er notuð m.a. til að hemja bólgu og draga úr sársauka.

Alvera

Náttúruvörur : Alvera

Bæði alveruhlaup og alverusafi hafa verið notuð í hefðbundnum lækningum margra menningarsamfélaga í árþúsundir.

Almennt-um-natturuefni

Náttúruvörur : Almennt um náttúruefni

Lækningajurtir og önnur náttúrumeðul eru flokkuð sem "fæðubótarefni" og falla því undir annan hatt en bæði lyfseðilsskyld lyf og lyf sem eru seld án lyfseðils.

Síða 2 af 2