Asýran (innkallað júlí 2019)

Lyf við sársjúkdómi | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt. Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu

Virkt innihaldsefni: Ranitidín

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. júlí, 1986

Asýran er notað við maga- og skeifugarnarsárum. Það er einnig notað við sársjúkdómi í vélinda sem stafar af bakflæði á súru magainnihaldi. Verkunarmáti ranitidíns, virka efni lyfsins, er að minnka áhrif histamíns á magann, en histamín er boðefni sem örvar magasýruframleiðslu. Ranitidín minnkar bæði magn og styrkleika magasýrunnar sem myndast. Við þetta minnkar áreiti á magaslímhúð og skeifugörn og sár gróa fyrr en ella. Asýran er ennfremur notað sem fyrirbyggjandi lyf við sársjúkdómi í maga og skeifugörn hjá viðkvæmum sjúklingum, t.d. þeim sem taka gigtarlyf til lengri tíma, en mörg þeirra erta magaslímhúð eða þynna hana. Aukaverkanir ranitidíns og milliverkanir þess við önnur lyf eru fátíðar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 150-600 mg á dag í 1-2 skömmtum. Börn, 3-11 ára sem eru yfir 30 kg að þyngd: 2-5 mg á hvert kg líkamsþyngdar i senn 2svar á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á sýruframleiðslu sjást eftir 11-22 mín. frá inntöku.

Verkunartími:
Allt að 12 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hafi læknir ávísað lyfinu skaltu ekki hætta töku þess nema í samráði við hann. Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

3-5% þeirra sem taka lyfið finna fyrir einhverjum aukaverkunum. Þær algengustu eru höfuðverkur og útbrot.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hálsbólga, marblettir        
Hægur eða óreglulegur hjartsláttur        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þreyta          
Viðbrögð í húð          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með sögu um bráða porfýríu

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur ert magaslímhúð. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.