Buccolam

Flogaveikilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Mídazólam

Markaðsleyfishafi: Laboratoiros Lesvi | Skráð: 1. nóvember, 2019

Buccolam inniheldur virka efnið mídazólam og tilheyrir flokki lyfja sem nefnast benzódíazepín. Lyf í þeim flokki hafa öll sama verkunarmáta, þau auka áhrif hamlandi boðefnis (GABA) á ákveðnar heilastöðvar. Áhrif þeirra eru því svipuð, þau eru öll róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi. Þau eru mismunandi hvað varðar sérhæfni og lengd verkunartíma. Buccolam hefur krampastillandi verkun og er notað í meðferð við bráða krampaflogum hjá börnum og unglingum. Flogaveiki getur orsakast af heilaskaða eða gengið í erfðir. Margar undirtegundir flogaveiki hafa verið skilgreindar eftir þeim einkennum sem fylgja flogunum og breytingum sem verða á heilastarfsemi á meðan þau ganga yfir. Einkenni flogaveiki stafa af óeðlilega mikilli virkni taugafrumna í heila og óvenju hárri tíðni taugaboða. Þessar breytingar geta verið bundnar við lítinn hluta heilans eða náð yfir stóran hluta hans. Í flestum tilfellum ganga flog yfir á 20 sek.-2 mín.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Munnholslausn, áfyllt sprauta til inntöku í munnhol, milli tanngóms og kinnar, gefin hægt og rólega.

Venjulegar skammtastærðir:
1 sprauta við bráðu krampaflogi. 6 mánaða - 1. árs: 2,5 mg. 1-4 ára: 5 mg. 5-9 ára: 7,5 mg. 10-18 ára: 10 mg

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 10 mínútna. Ef ekki skal hringja í 112 og fá læknishjálp.

Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Má ekki neyta greipaldinsafa á meðan á meðferð með lyfinu stendur.

Geymsla:
Geymið inntökusprautuna í plasthlífðarhulstrinu við herbergishita þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er eingöngu notað í neyð við bráða krampaflogi og er ekki notað að staðaldri.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er eingöngu notað í neyð við bráða krampaflogi og er ekki notað að staðaldri.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef einkenni ofskömmtunar koma fram skal hringja strax á sjúkrabíl. Einkenni ofskömmtunar eru m.a. syfja, ringlun, svefnhöfgi, samhæfingarleysi, vöðvaslappleiki, lágur blóðþrýstingur, öndunarbæling og meðvitundarleysi. Eitrunarmiðstöð sími:543 2222

Langtímanotkun:
Lyfið er eingöngu notað í neyð við bráða krampaflogi og er ekki notað að staðaldri.


Aukaverkanir

Tíðni öndunarbælinga er allt að 5% en það er þekktur fylgikvilli krampafloga og tengist einnig notkun lyfsins.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiksti        
Höfuðverkur        
Lágur blóðþrýstingur, hægur hjartsláttur      
Munnþurrkur, hægðatregða        
Ógleði og uppköst      
Sundl, þreyta      
Útbrot, kláði og ofsakláði      
Æsingur, ofskynjanir, árásarhneigð        
Öndunarerfiðleikar      
Syfja eða meðvitundarleysi      
Krampar í barkakýli og barka        
Tímabundið minnisleysi        
Vöðvakippir, vöðvaskjálftar og erfiðleikar við samhæfingu vöðva        

Milliverkanir

Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur haft áhrif á verkunarlengd lyfsins. Öll lyf sem hafa sljóvgandi áhrif á miðtaugakerfið eru líkleg til að auka slævingu og öndunarbælingu og ætti því að forðast að taka þau samtímis.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú hafir einhvern tíma misnotað lyf eða áfengi
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú sért með kæfisvefn
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu, benzódíasepínum eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með minnisleysi

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í litlu magni í brjóstamjólk. Leita skal ráða hjá lækni áður en lyfið er notað.

Börn:
Skammtar eru háðir aldri.

Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað eldra fólki.

Akstur:
Lyfið skerðir aksturshæfni og því má ekki aka bifreið fyrr en einstaklingur hefur náð sér að fullu.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan á meðferð með Buccolam stendur.

Annað:
.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.