Ebixa
Lyf við heilabilun | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Memantin
Markaðsleyfishafi: Lundbeck | Skráð: 1. október, 2002
Ebixa er við Alzheimerssjúkdómi. Alzheimerssjúkdómur er eitt algengasta form heilabilunar og lýsir sér í truflun á minni, hegðun og athöfnum daglegs lífs. Einstaklingar með Alzheimerssjúkdóm verða fyrst fyrir truflunum á skammtímaminni, síðar fylgja breytingar á hegðun og færni til þess að lifa daglegu lífi. Ástæður sjúkdómsins eru ekki að fullu skýrðar og við honum er engin lækning. Ein skýring sjúkdómsins er sú að röskun verði á vissum taugaboðum í heila, einkum NMDA-viðtaka, og það stuðli að sýnilegum einkennum og þróun sjúkdómsins. Memantín, virka efnið í Ebixa, virkar með því að hafa áhrif á þessa NMDA-viðtaka. Lyfið hindrar það að viss taugaboðefni í þeim sæki fastar á en önnur, og bætir um leið virkni NMDA-viðtakanna.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur og mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
5-20 mg einu sinni á dag, alltaf á sama tíma dagsins. Töflurnar gleypist með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Mjög einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin. Þó ber að varast að umturna mataræði sínu, hætta t.d. að borða kjöt og snúa sér alfarið að grænmeti.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mixtúran geymist í 3 mánuði frá opnun.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef barn tekur lyfið eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Óhætt er að nota lyfið í langan tíma, svo lengi sem það sýnir árangur og er það mat læknis hvenær hætta skal töku þess.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svimi, höfuðverkur, hægðatregða, svefnhöfgi og hár blóðþrýstingur.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Andþrengsli | |||||||
Háþrýstingur | |||||||
Hægðatregða | |||||||
Höfuðverkur, svimi, svefnhöfgi | |||||||
Krampar | |||||||
Ofskynjanir, órói | |||||||
Útbrot, kláði |
Milliverkanir
Verkunarmáti lyfsins bendir til þess að það geti haft áhrif á parkinsonslyf og sefandi lyf.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Baclofen Sintetica í mænuvökva
- Baklofen Viatris
- Brilique
- Candpress Comp
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Darazíð
- Dexól
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Grepid
- Hydromed
- Lioresal
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Nicorette
- Nicorette Classic
- Nicorette Cooldrops
- Nicorette Freshmint
- Nicorette Fruitmint
- Nicorette Fruitmint (Heilsa) Noregur
- Nicorette Fruktmint (Heilsa)
- Nicorette Invisi
- Nicorette Microtab Classic
- Nicorette QuickMist
- Nicorette Quickmist Cool Berry
- Nicorette Whitemint
- Nicotinell
- Nicotinell FastMist
- Nicotinell Fruit
- Nicotinell Fruit (Heilsa)
- Nicotinell IceMint
- Nicotinell Lakrids
- Nicotinell Mint
- Nicotinell Mint (Heilsa)
- Nicotinell Mint (Lyfjaver)
- Nicotinell Spearmint
- Persantin
- Pradaxa
- Presmin Combo
- Quinine Sulphate Actavis (Afskráð mars 2019)
- Rivaroxaban WH
- Ticagrelor Krka
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Warfarin Teva
- Xarelto
- Zonnic (Heilsa)
- Zonnic pepparmint
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á viðbragðssnerpu, því skal gæta varúðar við akstur og notkun véla. Læknir ætti að meta hæfni Alzheimerssjúklings til aksturs.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Vegna sjúkdómseinkennanna er nauðsynlegt að umsjónarmaður sjúklingsins fylgist með lyfjatöku.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.