Cleye

Augnlyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Naphazolin

Markaðsleyfishafi: Clear Eyes Pharma Ltd | Skráð: 1. ágúst, 2017

Cleye inniheldur virka efnið naphazolin sem tilheyrir flokki staðbundinna æðaþrengjandi lyfja sem verka með því að þrengja æðarnar í auganu og draga þannig úr roða og þrota. Cleye er er notað við vægum roða og ertingu í augum sem stöku sinnum kemur fram. Lyfið er einungis ætlað til notkunar í stuttan tíma í senn eða til notkunar stöku sinnum. Cleye er ætlað fullorðnum og börnum, 12 ára og eldri. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 24 klst.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Augndropar

Venjulegar skammtastærðir:
1 eða 2 dropa í hvort auga, 2 til 3 svar á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Cleye byrjar að verka innan 1 mínútu.

Verkunartími:
Verkunin endist í a.m.k. 3 klst.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið glasið við lægri hita en 25°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofnotkun getur aukið roða í auganu. Hættu notkun ef þetta gerist. Ef roði hverfur ekki skal leita til læknis. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) og tilgreinið sérstaklega ef fram kemur hugsanleg lækkun líkamshita, svefnhöfgi og dá, sérstaklega hjá börnum.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eftir að droparnir eru settir í augu getur örsjaldan komið fram væg erting eins og stingir, svolítil þokusýn eða svolítil víkkun sjáaldurs augans (augasteinsins). Þetta eru áhrif sem búast má við og eru skammvinn.


Milliverkanir

Það þurfa að líða u.þ.b. 15 mínútur á milli þess að Cleye er notað og einhverjar aðrar augnvörur, og augnsmyrsl skal ávallt nota síðast. Cleye inniheldur benzalkonklóríð sem vitað er að litar augnlinsur. Takið linsurnar úr áður en droparnir eru settir í augun. Augnlinsurnar má setja í aftur u.þ.b. 15 mínútum eftir að droparnir hafa verið settir í augun.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú ert með bólgu í lithimnu (litaða hluta augans)
  • þú ert með skemmd á hornhimnu (ytra lagi augna)
  • þú ert með þröngt horn í augnhólfi (hætta á þrönghornsgláku)

Meðganga:
Ekki er búist við neinum áhrifum á meðgöngu, leitð ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Brjóstagjöf:
Ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking, leitð ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára

Akstur:
Ef þú finnur fyrir þokusýn skalt þú hvorki aka né stjórna vélum fyrr en sjónin er orðin skýr.

Annað:
Lyfið má ekki nota fyrir aðgerð sem kallast jaðarlituhögg (peripheral iridectomy), á augum sem eru í hættu á hornþrengingu í auga.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.