Procoralan

Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ivabradin

Markaðsleyfishafi: Les Laboratoires Servier | Skráð: 1. apríl, 2014

Procoralan inniheldur virka efnið ivabradin er hjartalyf sem notað er til meðferðar við áreynsluhjartaöng með einkennum (sem veldur brjóstverk) hjá fullorðnum sjúklingum með hjartsláttartíðni 70 slög/mín. eða meiri. Lyfið er notað fyrir fullorðna sjúklinga sem þola ekki eða geta ekki tekið hjartalyf sem kallast beta-blokkar. Lyfið er einnig notað samhliða meðferð með beta-blokkum fyrir fullorðna sjúklinga sem fá ekki fulla stjórn á sjúkdómnum með beta-blokkum. Langvarandi hjartabilun hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa hjartslátt hærri eða jafnt og 75 slög/mín. Lyfið er notað í samsetningu með staðalmeðferð, þ.m.t. beta-blokkum, eða þegar meðferð með beta blokkum á ekki við eða þolist ekki. Áreynsluhjartaöng er hjartasjúkdómur sem kemur fram þegar hjartað fær ekki nægilegt súrefni. Algengasta einkenni hjartaangar er brjóstverkur eða óþægindi. Líklegra er að hjartaöng komi fram við aðstæður þegar hjartað slær örar, eins og við líkamlegt álag, geðshræringu, kulda og eftir neyslu fæðu. Þessi aukna hjartsláttartíðni getur haft í för með sér brjóstverk hjá fólki sem er með hjartaöng. Langvarandi hjartabilun er hjartasjúkdómur sem kemur fram þegar hjartað getur ekki dælt nægilegu blóði út til líkamans. Algengustu einkenni hjartabilunar eru mæði, þróttleysi, þreyta og bólgnir ökklar. Helsta verkun Procoralan er að draga úr hjartsláttartíðninni um nokkur slög á mínútu. Það dregur úr þörf hjartans fyrir súrefni sérstaklega við aðstæður þegar líklegt er að hjartaangarkast komi fram. Á þennan hátt hjálpar Procoralan til við að stjórna og draga úr fjölda hjartaangarkasta. Auk þess hjálpar ivabradin við að bæta hjartastarfsemina og lífshorfur sjúklings með sértækri verkun sem hægir á hjartslætti, því að hraður hjartsláttur hefur neikvæð áhrif á starfsemi hjartans og lífshorfur sjúklinga með langvarandi hjartabilun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Ein 5 mg tafla af Procoralan tvisvar sinnum á sólarhring.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 2 klst.

Verkunartími:
U.þ.b. 12 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Greipaldinsafi: Útsetning fyrir ivabradini jókst 2-falt í kjölfar samhliða notkunar greipaldinsafa. Því á að forðast neyslu greipaldinsafa og greipaldins.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Meðferð við hjartaöng og langvinnri hjartabilun er yfirleitt ævilöng, því skal ræða við lækninn áður en hætt er að nota lyfið.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stór skammtur af Procoralan getur valdið mæði eða þreytu vegna þess að hjartað hægir of mikið á sér. Ef þetta kemur fyrir á tafarlaust að hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Takmarkaður upplýsingar


Aukaverkanir

Algengasta aukaverkunin er sjóntengt ljósfyrirbæri (skammvinn tímabil aukinnar birtu, yfirleitt vegna skyndilegra breytinga í ljósstyrk). Einnig er hægt að lýsa þeim sem ljósbjarma, lituðu leifturljósi, myndniðurbroti eða margföldum myndum. Þau koma yfirleitt fram á fyrstu tveim mánuðum meðferðar og geta komið fram endurtekið eftir það og hverfa á meðan meðferð stendur eða eftir að meðferð lýkur.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur í ökklum          
Hjartsláttartruflanir, hægur hjartsláttur        
Hægðatregða          
Höfuðverkur, svimi, þreyta          
Ógleði          
Skapgerðarbreytingar          
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkur fyrir brjósti        

Milliverkanir

Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með lágan blóðþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért kona á barneignaraldri og notir ekki viðeigandi getnaðarvörn
  • þú sért með hjartsláttartruflanir
  • grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð
  • þú sért með barn á brjósti

Meðganga:
Þungaðar konur og konur sem ráðgera þungun mega ekki nota Procoralan

Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti mega ekki nota Procoralan

Börn:
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun ivabradins við meðferð langvinnrar hjartabilunar hjá börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Procoralan getur valdið tímabundnum ljósfyrirbærum (tímabundnum breytingum á ljósstyrk á svæði sjónsviðsins). Komi einkennin fram skal gæta varúðar við akstur og notkun véla þegar vænta má skyndilegra breytinga á ljósstyrk, einkum við næturakstur.

Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Procoralan inniheldur mjólkursykur. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skaltu hafa samband við lækninn áður en lyfið er tekið inn.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.