Midodrin Evolan
Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Midodrin
Markaðsleyfishafi: Evolan | Skráð: 1. maí, 2018
Midodrin Evolan inniheldur efnið midodrin sem er forefni virka efnisins desglymidodrins. Lyfið hefur æðaþrengjandi áhrif í bláæðakerfinu sem veldur hækkun á blóðþrýstingi. Lyfið er notað við alvarlegum tegundum af lágum blóðþrýstingi hjá fullorðnum þegar önnur meðferðarúrræði hafa ekki dugað. Helstu einkenni lágþrýstingi eru t.d. svimi eða yfirlið en önnur einkenni geta verið erfiðleikar við að einbeita sér, andstuttur, ógleði, húð verður köld og þvöl, þreyta, þunglyndi og þorsti. Of lár blóðþrýstingur getur valdið því að mikilvæg líffæri, eins og heilinn, fái ekki nóg súrefni og næringarefni sem getur leitt til lífshættulegs losts.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku
Venjulegar skammtastærðir:
Upphafsskammtur er 2,5 mg 3svar á dag. Skammtinn má auka vikulega í allt að 10 mg 3svar á dag. Síðasti skammtur dagsins skal taka að minnsta kosti 4 klst fyrir háttatíma.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 1 klst.
Verkunartími:
8-12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymið lyfið við lægri hita en 25°C þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Slepptu þeim skammti sem gleymdist og taktu næsta skammt eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómurinn getur versnað þegar hætt er að taka lyfið. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Einkenni eins og hár blóðþrýstingur, hjartsláttarónot, mæði, brjóstverkur, höfuðverkur, hægur hjartsláttur, erfiðleikar við þvaglát og gæsahúð getur komið fram.
Langtímanotkun:
Ekki að fullu þekkt en meðferð er yfirleitt til lengri tíma.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanirnar sem geta komið fram með notkun lyfsins er gæsahúð, kláði í hársverði og þvagtregða.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Eirðarleysi, svefntruflanir | |||||||
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Náladofi | |||||||
Uppköst, kviðverkir | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagtregða | |||||||
Gæsahúð | |||||||
kláði í hársverði | |||||||
Háþrýstingur í liggjandi stöðu |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Adempas
- Adempas (Abacus Medicine)
- Ambrisentan Mylan
- Cardosin Retard
- Carduran Retard
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Doxazosin Krka
- Ivabradine Accord
- Procoralan
- Volibris
Getur haft áhrif á
- Aerius
- Alimemazin Evolan
- Alkindi
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Azilect
- Benylan
- Bupropion Teva
- Cetirizin STADA
- Cetirizine Alvogen (áður Cetirizin ratiopharm)
- Clarityn
- Dasergin
- Dasselta
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Desloratadine Alvogen
- Desloratadine Teva
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Euthyrox
- Florinef
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Flynise
- Fontex
- Histasín
- Hydrokortison Orion
- Kestine
- Klomipramin Viatris
- Levaxin
- Lóritín
- Magical Mouthwash
- Nefoxef
- Noritren
- Paradorm
- Paxetin
- Phenergan
- Plenadren
- Postafen
- Postafen (Heilsa)
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Prometazin Actavis
- Rasagilin Krka
- SEM mixtúra
- Seroxat
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Tavegyl
- Telfast
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Zensitin
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- hvort þú sért með gláku
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú hafir átt í erfiðleikum með þvaglát
- þú sért með aðra hjarta- eða æðasjúkdóma
- þú sért með háan blóðþrýsting
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með hægan púls
- þú sért með skerta sjón
- þú sért með æðakölkun
Meðganga:
Ekki er ráðlagt að taka inn lyfið á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum undir 18 ára aldri.
Eldra fólk:
Takmörkuð reynsla við notkun hjá eldra fólki.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs. Ef sjúklingur finnur hins vegar fyrir svima eða sundli skal hann ekki aka biðreið.
Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki á meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.