Diacomit Lyfjaver

Flogaveikilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Stiripentól

Markaðsleyfishafi: Lyfjaver | Skráð: 5. júní, 2023

Fiacomit er flogaveikilyf ætlað til notkunar með öðrum flogaveikilyfjum (clobazami og valproati) til að meðhöndla flog sem kallast vöðvakippaflog sem kemur fram í barnæsku og hefur áhrif á börn. Virkni stiripentóls, virka innihaldsefnið í lyfinu, er ekki að fullu þekkt. Talið er að það auki styrk taugaboðefnisins GABA í heila ásamt því að auka virkni annarra flogaveikilyfja.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Lyfið er tekið 2-3svar á dag, sama tíma dags alla daga, með mat. Ekki má taka lyfið með mjólkurvörum, ávaxtasafa, gosdrykkjum eða matvælum sem innihalda koffín eða teófyllín.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðast skal matvöru og drykki sem innihalda teófyllín og koffín, eins og til dæmis kóladrykki, kaffi, te, orkudrykki og súkkulaði.

Geymsla:
Geymið lyfið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Þá skal taka lyfið um leið og þú manst eftir. Ef stutt er í næsta skammt á að sleppa þeim skammti sem gleymdist og taka næsta skammt eins og venjulega. Það á ekki að taka tvöfaldan skammt til að bæta upp fyrir þann skammt sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Virðist vera án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Minnkuð matarlyst, þyngdartap          
Ógleði og uppköst          
Ósamhæfðar hreyfingar, vöðvaslappleiki          
Svefntruflanir, syfja          
Æsingur, árásargirni          

Milliverkanir

Lyfið getur milliverkað við ýmis önnur lyf og þarf mögulega að breyta skömmtum. Látið lækni vita af öllum öðrum lyfjum sem barnið tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Leitið ráða hjá lækni ef barn er barnshafandi eða hefur í hyggju að verða barnshafandi.

Brjóstagjöf:
Það á ekki að vera með barn á brjósti á meðan lyfið er tekið.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum.

Eldra fólk:
Lyfið er ætlað börnum.

Akstur:
Lyfið getur gert barnið mjög syfjað og á því ekki að nota vélar, aka eða hjóla á meðan það tekur lyfið.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í taugasjúkdómum mega ávísa lyfið og lyfið má bara gefa undir eftirliti sérfræðinga sem hafa reynslu af greiningu og meðferð flogaveiki hjá ungbörnum og börnum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.