Voriconazole Accord

Sveppalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Vórikónazól

Markaðsleyfishafi: Accord Healthcare | Skráð: 1. apríl, 2018

Voriconazole Accord inniheldur virkaefnið vórikónazól sem er breiðvikt tríazól sveppalyf. Aðalverkunarháttur vórikónazóls er að hindra skref í framleiðslu eins efnis í frumuhimnu sveppsins sem hindrar vöxt þeirra. Vórikónazól hefur áhrif á margar sveppategundir og er meðal annars notað við sveppasýkingum í blóði og alvarlegum ífarandi candidasýkingum. Lyfið ætti fyrst og fremst að nota hjá sjúklinum með versnandi og hugsanlega banvæna sýkingu. En lyfið hefur einnig verið notað sem fyrirbyggjandi meðferð gegn ífarandi sveppasýkingu hjá sjúklingum í miklli áhættu sem fengið hafa ígræðslu ósamgena blóðmyndandi stofnfrumna.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 400mg á 12 klst fresti fyrstu 24 klst og 200mg 2svar á sólahring eftir það Börn 2-12 ára fá ekki hleðsluskammt til inntöku en viðhaldsskammtur er 9mg/kg 2svar á dag Innrennslislyfið er eingöngu notað á sjúkrahúsum. Mixtúran hristist fyrir notkun

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar að virka innan nokkurra klst. Misjafnt er hvenær áhrifin koma fram, eða eftir því hvaða sveppategund veldur sýkingu, hvar sýkingin er og hvaða lyfjaform er notað.

Verkunartími:
Er skammtaháð en helmingunartími er u.þ.b. 6 klst

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki þörf á breyttu mataræði en lyfið skal tekið 1klst fyrir eða eftir máltíð

Geymsla:
Geymist við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Blönduð mixtúra geymist í 14 daga.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist á að taka þann næsta á réttum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymist

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið eins lengi og læknir segir til um, jafnvel þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýking nái sér aftur upp

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Metið af lækni


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andnauð          
Bjúgur á útlimum          
Heyrnaskerðing        
Kviðverkir          
Liðbólgur, liðverkir        
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Sjónskerðing          
Sótthiti          
Útbrot          
Ofnæmisviðbrögð s.s. útbrot, kláði, öndunarerfiðleikar, hiti ásamt eitlastækkunum.      

Milliverkanir

Mjög mörg lyf geta haft áhrif á verkun lyfsins. Mikilvægt er að læknir sem stjórnar meðferðinni viti um öll lyf sem þú tekur, þar með talin lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Samtímis notkun Jóhannesarjurtar getur dregið úr áhrifum lyfsins

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með einhvern hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú sért með skerta starfsemi nýrnahettna

Meðganga:
Má ekki nota á meðgöngu

Brjóstagjöf:
Má ekki nota við brjóstagjöf

Börn:
Skammtar háðir líkamsþyngd fyrir born eldri en 2ja ára

Eldra fólk:
Ekki er þörf á að breyta skömmtum

Akstur:
Getur haft áhrif á sjón og því æskilegt að forðast akstur

Áfengi:
Forðast skal áfengi þar sem það getur aukið líkur og alvarlegum lifrarskaða

Íþróttir:
Lyfir er leyft við æfingar og í keppni


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.