Tamiflu

Veirusýkingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Oseltamivír

Markaðsleyfishafi: Roche | Skráð: 1. nóvember, 2002

Tamiflu, sem inniheldur virka efnið oseltamivír, er notað sem meðferð eða fyrirbyggjandi gegn inflúensu þegar inflúensuveira er að ganga í samfélaginu. Mesta virkni í inflúensumeðferð er að fá þegar oseltamivír er tekið innan tveggja daga frá því að fyrstu einkenna verður vart. Hvernig nota eigi oseltamivír fyrirbyggjandi gegn inflúensu er ákveðið í hverju tilviki fyrir sig, eða eftir aðstæðum og einstaklingum sem á vörninni þurfa að halda. Verkunarmáti oseltamivír er tvíþættur, að hamla losun á nýmynduðum veiruögnum hjá smituðum frumum og varna því að veirusýkingin dreifist um líkamanum. Oseltamivír kemur ekki í stað inflúensubólusetningar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Meðferð, fullorðnir og börn 13 ára og eldri: 75 mg 2svar á dag. Börn 1-12 ára: 30-75 mg 2svar á dag, háð líkamsþyngd. Fyrirbyggjandi fyrir fullorðna og börn 13 ára og eldri: 75 mg einu sinni á dag. Börn 1-12 ára: 30-75 mg á dag. Meðferð stendur í 5 daga en forvörn í 10 daga og í allt að 6 vikur hafi inflúensa brotist út í umhverfinu.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings og hvenær meðferð með lyfinu er hafin.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið eins lengi og læknir segir til um. Að öðru leyti er engum vandkvæðum bundið að hætta töku lyfsins.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun. Gera má ráð fyrir því að fram komi ógleði með eða án uppsölu og svimi. Við ofskömmtun eiga sjúklingar að hætta meðferðinni og hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðnasir          
Eyrnakvillar          
Gula          
Hósti, nefstífla          
Höfuðverkur, svefnleysi          
Kviðverkir, meltingartruflanir          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Svimi          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Öndunarerfiðleikar          
Sundl, þreyta, verkir          
Krampar og óráð          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta nýrnastarfsemi
  • þú sért með öndunarfærasjúkdóm
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Þungaðar konur mega taka lyfið inn, samkvæmt læknisráði.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 1 árs nema í heimsfaraldri. Skammtastærðir eru háðar líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.