Xarelto

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Rívaroxaban

Markaðsleyfishafi: Bayer Schering Pharma | Skráð: 1. maí, 2009

Xarelto inniheldur virka efnið rivaroxaban og tilheyrir flokki lyfja sem nefnast segavarnarlyf. Það verkar með því að hindra virkni blóðstorkuþáttar (þáttur Xa) og þannig bæði meðhöndlar blóðtappa og dregur úr tilhneigingu til blóðtappamyndunar. Xarelto dregur úr hættu á endurteknum hjartaáföllum hjá fullorðnum og hættu á dauðsföllum úr hjarta- eða æðasjúkdómum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur og mixtúra til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla 1-3svar á dag. Breytilegt hvaða styrkleiki er notaður eftir því við hverju lyfið er notað.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar flótt að vikra á blóðstorkuþætti

Verkunartími:
Um 7-10 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef þú tekur 1 töflu á dag skaltu ekki taka tvo skammta innan sama dags til að bæta upp skammti sem gleymdist. Taktu næsta skammt næsta dag á sama tíma og venjulega. Ef þú tekur 15 mg 2svar á dag, þá má taka 2 töflur í einum skammti ef skammtur gleymdist (30 mg hámarks dagskammtur) en næsta dag skaltu halda áfram eins og venjulega.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aukin hætta er á blóðtappamyndun þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Ofskömmtun eykur hættu á blæðingum.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en reglulegt eftirlit hjá lækni er nauðsynlegt.


Aukaverkanir

Eins og við á um svipuð lyf (segavarnarlyf), getur Xarelto valdið blæðingum sem geta hugsanlega verið lífshættulegar. Miklar blæðingar geta leitt til skyndilegs falls í blóðþrýstingi (lost). Í sumum tilvikum eru þessar blæðingar ef til vill ekki greinilegar. Hugsanlegar aukaverkanir sem geta verið merki um blæðingu: Greindu lækninum tafarlaust frá því, ef þú færð einhverjar af eftirfarandi aukaverkunum: - langvarandi eða mikla blæðingu - verulegt máttleysi, þreytu, fölva, sundl, höfuðverk, óútskýrðan þrota, mæði, brjóstverk eða hjartaöng, sem geta verið merki um blæðingu.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blæðingar        
Gula      
Hraður hjartsláttur, yfirlið        
Höfuðverkur, svimi, þreyta og máttleysi      
Kláði, munnþurrkur        
Mæði, verkur fyrir brjósti      
Sundl, lágur blóðþrýstingur      
Uppköst, ógleði, kviðverkir og meltingatruflanir        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    

Milliverkanir

Ekki má nota Xarelto ásamt tilteknum öðrum lyfjum sem draga úr blóðstorku, svo sem prasugrel eða ticagrelor, nema aspiríni og clopidogrel/ticlopidíni. Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum), náttúrulyf við þunglyndi má ekki nota samhliða Xarelto.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með of háan blóðþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir blæðingartilhneigingu
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir verið með magasár, blæðingu eða gat í meltingarvegi
  • þú sért með gervihjartalokur

Meðganga:
Ekki má taka Xarelto ef þú ert þunguð.

Brjóstagjöf:
Ekki má taka Xarelto ef þú ert með barn á brjósti.

Akstur:
Xarelto getur valdið sundli (algeng aukaverkun) eða yfirliði (sjaldgæf aukaverkun). Akið ekki og notið hvorki tæki né vélar ef þessi einkenni koma fram.

Annað:
Xarelto inniheldur laktósa, Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en þú tekur lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.