Eliquis (Lyfjaver)

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Apixaban

Markaðsleyfishafi: Lyfjaver | Skráð: 1. mars, 2020

Apixaban, virka efnið í Eliquis, hefur blóðþynnandi áhrif. Það hindrar storkuþátt Xa sem er mikilvægur þáttur við blóðstorknun. Eliquis er notað hjá fullorðnum til að koma í veg fyrir að blóðtappi myndist eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm eða hné (segamyndun í djúplægum bláæðum). Eftir skurðaðgerð á mjöðm eða hné getur verið aukin hætta á blóðtappamyndun í bláæðum í fótum. Þetta getur valdið bólgu á fæti með eða án verkja. Ef blóðtappi berst frá fótleggjum til lungna getur hann stíflað blóðflæðið og valdið andnauð með eða án brjóstverkja. Þetta ástand (lungnasegarek) getur verið lífshættulegt og krefst tafarlausrar læknismeðferðar. Eliquis er líka notað til að koma í veg fyrir að blóðtappi myndist í hjarta hjá sjúklingum með óreglulegan hjartslátt (gáttatif) og a.m.k. einn áhættuþátt til viðbótar. Blóðtappar geta losnað og borist til heila, þar sem þeir geta leitt til heilaslags, eða annarra líffæra og hindrað eðlilegt blóðflæði til þeirra (þetta kallast segarek í slagæð). Heilaslag getur verið lífshættulegt og krefst tafarlausrar læknisaðstoðar. Eliquis er líka notað til meðferðar við blóðtöppum í bláæðum í fótum (segamyndun í djúplægum bláæðum) og í æðum í lungum (lungnasegarek) og til að hindra endurkomu blóðtappa í æðum í fótum og/eða lungum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fyrirbyggjandi við blóðtöppum 2,5 mg tvisvar á sólarhring Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum 5 mg tvisvar á sólarhring. Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum, meðferð við lungnasegareki og forvörn gegn endurtekinni segamyndun 10 mg tvisvar á sólarhring fyrstu 7 dagana, en eftir það 5 mg tvisvar á sólarhring.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
3-4 klst

Verkunartími:
Um 7-10 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aukin hætta er á blóðtappamyndun þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofskömmtun getur lengt blæðingartíma. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en reglulegt eftirlit hjá lækni er nauðsynlegt.


Aukaverkanir

Algengasta aukaverkun af Eliquis við þessar aðstæður er blæðing sem getur hugsanlega verið lífshættuleg og krafist tafarlausrar læknisaðstoðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðleysi, blóð í þvagi          
Blæðing          
Blæðing úr leggöngum          
Marblettir eða blæðingar undir húð          

Milliverkanir

Jónsmessurunni/jóhannesarjurt (jurtalyf sem notað er við þunglyndi) getur dregið úr virkni Eliquis. Vegna aukinnar blæðingarhættu á ekki að nota lyfið samliða með neinum öðrum segavarnarlyfjum

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með blæðingartilhneigingu
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir nýlega fengið heilablæðingu

Meðganga:
Ekki má nota apixaban á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Annaðhvort verður ráðlagt að hætta brjóstagjöf eða hætta töku/hefja ekki töku Eliquis

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.