Fampyra (Lyfjaver)
Önnur lyf með verkun á taugakerfið | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Famprídín
Markaðsleyfishafi: Acorda Therapeutics Ireland Limited | Skráð: 25. mars, 2022
Fampyra er lyf sem er notað til að bæta göngu hjá fullorðnum (18 ára og eldri) með gönguröskun er tengist heila- og mænusiggi (MS). Þegar heila- og mænusigg er til staðar, eyðileggur bólgan verndandi slíður umhverfis taugarnar og veldur vöðvaslappleika, vöðvastirðleika og erfiðleikum við göngu. Fampyra inniheldur virka efnið famprídín sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast kalíumgangalokar. Þeir virka með því að koma í veg fyrir að kalíum yfirgefi taugafrumur sem hafa skemmst vegna heila- og mænusiggs. Þetta lyf er talið virka með því að valda því að boð séu send um taugar á eðlilegri hátt, sem auðveldar göngu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku
Venjulegar skammtastærðir:
Ein 10 mg tafla 2svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ein til tvær vikur.
Verkunartími:
Um 36 tímar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Taka skal Fampyra án matar á fastandi maga.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið við lægri hita en 25°C. Geymið töflurnar í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.
Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka. 12 klukkustundir verða
alltaf að líða eftir inntöku hverrar töflu til þeirrar næstu. Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið umsvifalaust samband við lækni ef of margar töflur eru teknar. Takið ílát Fampyra með ef farið er til læknis.
Ef of stór skammtur er tekinn kann að verða vart við svitamyndum, skjálfta (lítilsháttar), ringlun,
minnisleysi (minnistap) og flog. Einnig kann annarra aukaverkana að verða vart sem ekki eru
tilgreindar hér.
Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkurnar eða svo lengi sem mælingar í göngugreininingu sýna ávinning af notkun lyfsins.
Aukaverkanir
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Andnauð, bólga í munni og koki | |||||||
Þvagfærasýkingar |
Milliverkanir
Ekki má nota Fampyra þú ert með ofnæmi fyrir famprídín eða einhverju öðru innihaldsefni Fampyra. Sjúklingar með sögu um flog eða sem haldnir eru flogum ættu ekki að taka lyfið. Sjúklingar með vægt skerta, miðlungsskerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi ættu ekki að taka lyfið.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Carvedilol STADA
- Eucreas
- Glucophage
- Janumet
- Jentadueto
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Propranolol hydrochloride
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Synjardy
- Vildagliptin/Metformin Krka
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú hafir einhvern tíma fengið hjartsláttartruflanir
- þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
Meðganga:
Ekki er mælt með notkun Fampyra á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Þú ættir ekki að hafa barn á brjósti á meðan þú tekur þetta lyf
Börn:
Fampyra á ekki að gefa börnum eða unglingum undir 18 ára aldri.
Eldra fólk:
Áður en meðferð er hafin og meðan á meðferð stendur kann læknir að athuga hvort nýru starfi eðlilega.
Annað:
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og
örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.