Valganciclovir Medical Valley
Veirusýkingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Valgancíklóvír
Markaðsleyfishafi: Medical Valley | Skráð: 31. október, 2018
Valganciclovir Medical Valley er veirulyf og er notað til meðferðar á cýtómegalóveiru (CMV)-sýkingum í sjónu augans hjá fullorðnum sjúklingum með alnæmi (AIDS). Og til varnar gegn CMV-sýkingum hjá fullorðnum og börnum sem ekki hafa cýtómegalóveiru en hafa gengist undir ígræðslu á líffæri frá gjafa sem hefur þessa veiru. CMV-sýking í sjónu augans getur valdið sjóntruflunum og jafnvel blindu. Virka innihaldsefni lyfsins kallast valgancíklóvír og það breytist í annað virkt efni sem kallast gancíklóvír í líkamanum. Lyfið hindrar það að veirur geti fjölgið sig og sýkt heilbrigðar frumur.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
2 töflur 1 sinni á dag. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi og með mat. Alltaf skal fylgja fyrirmælum læknis til að koma í veg fyrir ofskömmtun.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt skal taka hann eins fljótt og hægt er og taka svo næsta skammt á réttum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflur sem gleymst hefur að taka.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má gera hlé á töku né hætta að taka lyfið nema læknirinn segi til um það.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).
Langtímanotkun:
Meðferðarlengd getur verið mismunandi.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin hætta á sýkingum | |||||||
Blóðleysi | |||||||
Hiti og slappleiki | |||||||
Hiti, hálsbólga, sár í munni | |||||||
Höfuðverkur, sundl, þreyta | |||||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur | |||||||
Minnkuð matarlyst, þyngdartap | |||||||
Óeðlilegar blæðingar og marblettir | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Sjónskerðing | |||||||
Vöðvaverkir, liðverkir | |||||||
Þunglyndi, kvíði | |||||||
hiti, kuldahrollur, hjartsláttarónot, rugl og þvoglumæli |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Lyfjaver)
- Cotrim
- Dailiport
- Eusaprim
- Idotrim
- Ikervis
- Modigraf
- Prograf
- Sandimmun Neoral
- Trimetoprim Meda
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- ef þú ert með of fá blóðkorn
Meðganga:
Lyfið getur skaðað ófætt barn, látið lækni vita af þungun eða fyrirhugaðri þungun. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn þegar þær taka lyfið og í a.m.k. 30 daga eftir að meðferðinni lýkur. Karlar eiga að nota verjur meðan þeir eru að taka lyfið og halda því áfram í 90 daga eftir að meðferð lýkur.
Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota við brjóstagjöf.
Börn:
Læknir ákvarðar skammt út frá hæð, þyngd og nýrnastarfsemi.
Eldra fólk:
Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá öldruðum.
Akstur:
Aukaverkanir lyfsins geta haft áhrif á akstur, hver og einn þarf að meta aksturshæfni sína.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.