Idotrim
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Trímetóprím
Markaðsleyfishafi: Meda | Skráð: 1. ágúst, 2015
Trímetóprím hefur sýklahemjandi áhrif. Það hemur vöxt baktería með því að hindra ákveðin ferli í efnaskiptum sem eru nauðsynleg fyrir fjölgun þeirra. Trímetóprím hentar vel gegn þvagfærasýkingum, það safnast fyrir í þvagi áður en það skilst út úr líkamanum og verkar á bakteríur sem algengt er að valdi þessum sýkingum. Í sumum tilfellum er trímetóprím gefið til lengri tíma til þess að fyrirbyggja endurteknar þvagfærasýkingar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Við sýkingu, fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 150-200 mg í senn 2svar á dag eða 300 mg að kvöldi. Börn eldri en 3ja mánaða: 3 mg á hvert kg líkamsþyngdar í senn 2svar á dag. Fyrirbyggjandi, fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 100 mg að kvöldi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu. Eftir inntöku nær lyfið hámarksþéttni á 2 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið eins lengi og læknir segir til um eða ljúktu við skammtinn sem var úthlutaður, jafnvel þótt að einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin nái sér aftur upp og að bakteríur myndi ónæmi fyrir lyfinu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Við langvarandi meðferð þarf að fylgjast með fólínsýruþéttni og blóðhag.
Aukaverkanir
Allt að 10% þeirra sem taka lyfið finna fyrir einhverjum af aukaverkunum þess.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Ógleði, uppköst | |||||||
Sveppasýking í leggöngum, útferð | |||||||
Tungubólga | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Advagraf
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amiloride / HCT Alvogen
- Asubtela
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Cerazette
- Cleodette
- Coversyl Novum
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Cypretyl
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Depo-Provera
- Desirett
- Diamicron Uno
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Drovelis
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Eucreas
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Folsyra Evolan
- Gestrina
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Glucophage
- Harmonet
- Hydromed
- Ikervis
- Imurel
- Inspra
- Janumet
- Jaydess
- Jentadueto
- Kerendia
- Kliogest
- Kuvan
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Melleva
- Mercilon
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Modigraf
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Postinor
- Presmin Combo
- Primolut N
- Prograf
- Qlaira
- Ramíl
- Rewellfem
- Rimactan
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Synjardy
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Valcyte
- Valganciclovir Medical Valley
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Visanne
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með einhvern blóðsjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Við langvarandi meðferð þarf að fylgjast með fólínsýruþéttni og blóðhag.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.