Warfarin Teva
Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Warfarín
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. janúar, 2019
Warfarín, virka innihaldsefnið í Warfarin Teva, hefur blóðþynnandi áhrif. Blóðstorknun er flókið ferli sem fer af stað þegar blóð kemst í snertingu við annað yfirborð en æðaveggi. Ef hætta er á óeðlilegri blóðstorknun og myndun blóðtappa, t.d. eftir aðgerðir, þarf að nota blóðþynnandi lyf. Ef blóðtappi myndast og stíflar slagæð, kemur fram blóðþurrð og jafnvel drep í þeim vefjum sem æðin liggur til. Ef blóðtappi stíflar bláæð, myndast bjúgur og bólga í þeim vefjum sem æðin liggur frá. Blóðstorknun verður fyrir tilstilli svokallaðra storkuþátta. Storkuþættir í blóði eru margir og rétt samspil þeirra á milli er nauðsynlegt til þess að blóð storkni eðlilega. Warfarín hemur áhrif K-vítamíns, sem er nauðsynlegt fyrir myndun margra storkuþátta í lifur. Þeir storkuþættir sem eru háðir K-vítamíni verða því óvirkir þegar warfarín er til staðar. Mikilvægt er að taka rétta skammta af lyfinu þar sem það getur valdið blæðingum í ofskömmtum. Mælingar á storknunarhraða blóðs eru því gerðar reglulega og skammtar stilltir af miðað við niðurstöður þeirra.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og stilltir af eftir mælingum. Skammtar liggja oftast á bilinu 3 - 9 mg á dag. Dagskammtur er tekinn inn í einu lagi, helst alltaf á sama tíma dags.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á storknunarhraða: 24-36 klst. Áhrif á blóðtappa: 6 dagar.
Verkunartími:
Nokkrir dagar eftir stöðuga töku lyfsins en er einstaklingsbundinn.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki skal drekka trönuberjasafa né greipaldinsafa eða vörur sem innihalda þá. Rétt er að breyta ekki mikið neyslu á fæðu og þá sérstaklega sem er innihaldsrík af K-vítamíni eins og spergilkál, rósakál, grænt blaðgrænmeti og lifur.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú tekur tekur lyfið venjulega að kvöldi en manst eftir því fyrir miðnætti sama dag, skalt þú taka skammtinn sem gleymdist. Ef komið er fram yfir miðnætti skalt þú ekki taka skammtinn. Næsta skammt tekur þú á sama tíma og venjulega.
Ef þú tekur lyfið venjulega að morgni skalt þú taka skammtinn um leið og þú manst eftir því og halda síðan áfram eins og venjulega en ef það er kominn tími til að taka næsta skammt skal sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki taka 2 skammta í einu!
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aukin hætta er á blóðtappamyndun þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Hafðu samband í öllum tilfellum.
Langtímanotkun:
Storknunarhraði blóðs er mældur reglulega og skammtar stilltir af miðað við niðurstöðu mælinganna.
Aukaverkanir
Flestar aukaverkanir lyfsins tengjast óeðlilega mikilli blóðþynningu.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Óeðlilegar blæðingar | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi | |||||||
Útbrot, kláði |
Milliverkanir
Mjög mörg lyf geta haft áhrif á verkun warfaríns. Mikilvægt er að læknir sem stjórnar meðferðinni viti um öll lyf sem þú tekur, þar með talin lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Samtímis notkun Jóhannesarjurtar getur dregið úr áhrifum warfaríns. Náttúrulyfið ginkgo getur aukið blæðingahættu. Ekki skal taka bætiefni sem inniheldur K-vítamín.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alvofen Express
- Brintellix
- Brintellix (Abacus Medicine)
- Cordarone
- Hjartamagnýl
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Lixiana
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Rivaroxaban WH
- Toradol
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Xarelto
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Adempas
- Adempas (Abacus Medicine)
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Allopurinol Alvogen
- Alvofen Express
- Amoxicillin Sandoz
- Amoxicillin Viatris
- Amoxicillin/Clavulanic Acid Normon
- Amoxin
- Antabus
- Antepsin
- Aprepitant Medical Valley
- Aprepitant STADA
- Arava
- Arcoxia
- Aritavi
- Arixtra
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Asacol
- Aspendos
- Asubtela
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Bicalutamid Medical
- Bicalutamide Accord
- Bicalutamide Alvogen
- Candizol
- Capecitabine medac
- Cefazolina Normon
- Cefotaxim Navamedic
- Ceftriaxon Fresenius Kabi
- Ceftriaxona Normon
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cerazette
- Cipralex
- Cipramil
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Circadin
- Citalopram STADA
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cleodette
- Clindamycin EQL Pharma
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Cloxabix
- Cloxacillin Navamedic
- Cloxacillin Vital Pharma Nordic
- Comtess
- Concerta
- Cordarone
- Cotrim
- Coxerit
- Coxient
- Cymbalta
- Cypretyl
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Dailiport
- Dalacin
- Decortin H
- Deferasirox Accord
- Depo-Provera
- Desirett
- Diamicron Uno
- Diclomex
- Dicloxacillin Bluefish
- Diflucan
- Dimax Rapid
- Dolorin
- Dolorin Junior
- Dronedarone STADA
- Dronedarone Teva
- Drovelis
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Duodart
- Duta Tamsaxiro
- Dutaprostam
- Dutasteride/Tamsulosin Teva
- Dynastat
- Ebixa
- Ecansya
- Efexor Depot
- Efient
- Emend
- Epidyolex
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Erleada
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Eslicarbazepine acetate STADA
- Esomeprazol Actavis
- Esomeprazol Krka
- Esomeprazol Krka (Heilsa)
- Esomeprazole Jubilant
- Esopram
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Etoricoxib Krka
- Eusaprim
- Euthyrox
- Evorel Sequi
- Evra
- Ezetimib Krka
- Ezetimib Medical Valley
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Ezetrol
- Femanest
- Flagyl
- Florinef
- Flucloxacillin WH
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fragmin
- Fungyn
- Gestrina
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- GlucaGen
- Grepid
- Harmonet
- Heparin Leo
- Hirudoid
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Idotrim
- Imurel
- Inegy
- Inovelon
- Inspra
- Jaydess
- Kineret
- Klacid
- Klexane
- Kliogest
- Kyleena
- Lansoprazol Krka
- Lenzetto
- Levaxin
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Lipistad
- Livial
- Lopid
- Malarone
- Malastad
- Marbodin
- Medikinet
- Medikinet CR
- Melatonin Bluefish
- Melatonin Evolan
- Melatonin Teva
- Melatonin Vitabalans
- Melleva
- Memantine ratiopharm
- Mercilon
- Meropenem SUN
- Meropenem WH
- Methylphenidate Medical Valley
- Methylphenidate Sandoz
- Methylphenidate STADA
- Methylphenidate Teva
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Metylfenidat Actavis
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Modafinil Bluefish
- Modifenac
- Modigraf
- Modiodal
- Multaq
- Navelbine
- Nebido
- Nebido (Heilsa)
- Nexavar
- Nexium
- Nexium (Heilsa)
- Nexium (Lyfjaver)
- Nexplanon
- Norgesic
- Novofem
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- NuvaRing
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Omnic
- Ornibel
- Oropram
- Ovestin
- Ozempic
- Ozempic (Lyfjaver)
- Panodil
- Panodil Brus
- Panodil Extra
- Panodil Hot
- Panodil Junior
- Panodil Zapp
- Paracet
- Paracet (Heilsa)
- Paracetamol Baxter
- Paracetamol Sandoz
- Paradorm
- Parapró
- Paratabs
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- Paxlovid
- PEDIPPI
- Pentasa
- Pentasa Sachet
- Persantin
- Pevaryl
- Pevaryl (Heilsa)
- Pevaryl Depot
- Pevaryl Depot (Heilsa)
- Pevisone
- Pinex
- Pinex Junior
- Postinor
- Pradaxa
- Prasugrel Krka
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Primolut N
- Prograf
- Propranolol hydrochloride
- Puri-nethol
- Qlaira
- Quinine Sulphate Actavis (Afskráð mars 2019)
- Relifex
- Rewellfem
- Rimactan
- Ritalin
- Ritalin Uno
- Rivaroxaban WH
- Rosuvastatin Actavis
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Xiromed
- Rybelsus
- Ryego
- Saxenda
- Scemblix
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Síprox
- Slenyto
- Soltamcin
- Sorafenib STADA
- Spectracillin
- Sporanox
- Staklox
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Orange Sukkerfri
- Tamoxifen Mylan
- Tamsulosin Medical
- Tamsulosin Viatris
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Testogel
- Testosteron Medical Valley
- Testosterone Teva
- Tibinide
- Tibolon Orifarm
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Trental
- Trimetoprim Meda
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Venclyxto
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Vfend
- Victoza
- Vinorelbin Actavis
- Vinorelbine Alvogen
- Vivelle Dot
- Voriconazole Accord
- Wegovy
- Xaluprine
- Xarelto
- Xenical
- Yasmin
- Yasmin 28
- Yentreve
- Zarator
- Zebinix
- Zitromax
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- vart hafi orðið við langan storknunartíma blóðs, t.d. miklar tíðablæðingar
- þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með of háan blóðþrýsting
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sár í þvag- eða meltingarfærum
- þú sért með þvag- eða meltingarfærasjúkdóm
- þú hafir farið í skurðaðgerð
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með eða hefur haft einhver blæðingavandamál
- þú sért með nýleg sár eða áverka
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða ef það er notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst ekki í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Geta verið næmari fyrir áhrifum Warfarins og því gæti verið þörf á minni skammtastærðum.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi í miklu magni getur aukið áhrif lyfsins. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Ef þú tekur Kóvar er mikilvægt að láta lækna og tannlækna alltaf vita af því.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.