Amfetamín Actavis (afskráð júl. 2011)

Örvandi lyf og lyf sem efla heilastarfsemi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Amfetamín

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. júlí, 1991

Amfetamín er notað við svefnflogum, ofheyrn, andlegum vanþroska, flogaveiki og parkinsonssjúkdómi. Amfetamín er stöku sinnum gefið börnum vegna ofvirkni eða misþroska. Lyfið kemst greiðlega inn í miðtaugakerfið og hefur þar kröftug áhrif. Lyfið hefur örvandi áhrif á heilann, dregur úr þreytu, syfju og matarlyst og getur valdið ávana og fíkn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru mjög einstaklingsbundnir.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef teknir eru fleiri en einn skammtur á dag skaltu taka skammtinn þegar þú manst eftir því og láta síðan sama tíma líða á milli skammta og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við einkenni eins og hraðan eða óreglulegan hjartslátt, hjartsláttarónot, verk fyrir brjósti, háan hita eða krampa skal leita neyðarhjálpar þegar í stað. Við ofskömmtun kemur fram æsingur, svimi, skjálfti og svefnleysi. Við mikla eitrun kemur fram sótthiti, rugl, uppköst, krampar og dá. Banvænn skammtur er mjög einstaklingsbundinn en er talinn vera 250-500 mg. Þeir sem myndað hafa þol fyrir verkun lyfsins geta þolað mun stærri skammta.

Langtímanotkun:
Getur valdið ávana og fíkn.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Geðveiki        
Hjartsláttartruflanir        
Lystarleysi, ógleði          
Munnþurrkur          
Svefnleysi          
Svimi, höfuðverkur          
Víma, málæði          
Þvagtregða          

Milliverkanir

Séu MAO-blokkandi lyf (gömul þunglyndislyf) tekin hálfan mánuð fyrir lyfjagjöf gæti það leitt til mikillar blóðþrýstingshækkunar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með einhvern hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 3ja ára.

Eldra fólk:
Skammtar eru mjög einstaklingsbundnir.

Akstur:
Lyfið getur skert aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Amfetamín Actavis getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.