Klyx
Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Dókusatnatríum Sorbitól
Markaðsleyfishafi: Ferring Lægemidler | Skráð: 1. desember, 1978
Klyx inniheldur virku efnin dókúsatnatríum og sorbitól. Dókúsatnatríum er notað við hægðatregðu og til að tæma þarma, t.d. fyrir röntgenrannsóknir eða aðgerðir. Dókúsatnatríum eykur vatnsinnihald hægða og mýkir þær, en hefur ekki áhrif á þarmahreyfingar. Sorbitól hefur hægðalosandi og smyrjandi áhrif. Saman stuðla efnin að þarmatæmingu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innhellislyf í endaþarm.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir, við hægðatregðu: 120 ml. Fullorðnir, til þarmatæmingar: 240 ml. Börn 1-10 ára: 60 ml.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
15-20 mín.
Verkunartími:
Verkun varir í nokkrar klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Henda á notuðum umbúðum þótt eitthvað af lyfinu sé eftir í þeim.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er aðeins notað eitt skipti í senn.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Klyx er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Óþægindi við notkun lyfsins | |||||||
Slen |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Candpress Comp
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Hydromed
- Impugan
- Inspra
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Presmin Combo
- Spirix
- Spiron
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Minni skammtar eru notaðir. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára nema samkvæmt læknisráði.
Eldra fólk:
Lækkun blóðþrýstings og hægur hjartsláttur hafa komið fyrir hjá eldra fólki sem notar lyfið. Gætið varúðar.
Akstur:
Ekki er æskilegt að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.