Eplerenon Krka
Þvagræsilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Eplerenón
Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 1. desember, 2018
Epelerenone Krka inniheldur virka efnið eplerenón, sem er þvagræsilyf með blóðþrýstingslækkandi verkun. Þvagræsilyf geta raskað hlutfalli natríum- og kalíumsalta sem skiljast út úr líkamanum með þvagi. Eplerenón er kalíumsparandi, það minnkar útskilnað kalíums og eykur útskilnað natríums. Lyfið er notað til að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum hjá einstaklingum með einkenni um hjartabilun eftir að nýlega hafa fengið hjartaáfall eða hefur væg, viðvarandi einkenni hjartabilunar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
50 mg á dag. Meðferð er hafin með 25 mg einu sinni á dag og aukin smám saman upp í 50 mg einu sinni á dag. Töflurnar gleypist með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 2 klst.
Verkunartími:
2-3 dagar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðastu mat sem inniheldur mikið kalíum, t.d. þurrkaða ávexti og svokallað heilsusalt.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur ef einn skammtur gleymist. Ef það er meira en 12 klst í næsta skammt máttu taka skammtinn sem þú gleymdir, en fyrir kvöldmat þar sem lyfið getur kallað á tíð þvaglát um nóttina. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni, annars er hætta á að sjúkdómur versni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda.
Langtímanotkun:
Það þarf að mæla magn kalíums í sermi reglulega meðan á meðferðinni stendur.
Aukaverkanir
Lyfið þolist almennt vel og aukaverkanir þess eru venjulega vægar og tímabundnar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Kólesterólhækkun | |||||||
Niðurgangur, ógleði | |||||||
Sundl, lágur blóðþrýstingur | |||||||
Særindi í hálsi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur í fótum, nára eða fyrir brjósti | |||||||
Vökvaskortur | |||||||
Hjartakvillar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Amiloride / HCT Alvogen
- Candizol
- Candpress Comp
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Clarithromycin Krka
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Diflucan
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Hydromed
- Kaleorid
- Kalíum Klórið
- Kaliumklorid Orifarm
- Kaliumklorid Orifarm (Lyfjaver)
- Klacid
- Litarex
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Paxlovid
- Presmin Combo
- Rimactan
- Spirix
- Spiron
- Sporanox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vfend
- Voriconazole Accord
Getur haft áhrif á
- Aclasta
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm
- Alkindi
- Alvofen Express
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Baclofen Sintetica í mænuvökva
- Baklofen Viatris
- Candpress
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Cardosin Retard
- Carduran Retard
- CitraFleet
- Cotrim
- Coversyl Novum
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Diacomit Lyfjaver
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Diovan
- Diprospan
- Doxazosin Krka
- Dulcolax
- Dulcolax (Lyfjaver)
- Duodart
- Duta Tamsaxiro
- Dutaprostam
- Dutasteride/Tamsulosin Teva
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- Eucreas
- Eusaprim
- Exforge
- Galvus
- Glimeryl
- Haldol
- Haldol Depot
- Hydrokortison Orion
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Idotrim
- Ikervis
- Kairasec
- Kenacort-T
- Kerendia
- Klomipramin Viatris
- Klyx
- Laxoberal
- Laxoberal (Heilsa)
- Lederspan
- Lioresal
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Medilax
- Microlax
- Microlax (Heilsa)
- Modifenac
- Modigraf
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Noritren
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Omnic
- Parapró
- Picoprep
- Plenadren
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin
- Presmin Combo
- Prograf
- Ramíl
- Relifex
- Sandimmun Neoral
- Senokot
- Soltamcin
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Tamsulosin Medical
- Tamsulosin Viatris
- Toilax
- Toradol
- Trimetoprim Meda
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Warfarin Teva
- Zoledronic Acid Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Veldur einnig auknum vökvaútskilnaði og því eru meiri líkur á vökvaskorti og timburmönnum. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.