Microlax (Heilsa)
Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Lárýlsúlfat
Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark | Skráð: 30. desember, 1965
Microlax er notað við hægðatregðu. Virka efnið lárýlsúlfat mýkir hægðir og kemur viðbragði af stað í þörmum. Lárýlsúlfat er aðeins notað við tilfallandi hægðatregðu eða til þarmatæmingar fyrir rannsóknir. Ef það er notað í langan tíma getur það raskað eðlilegri þarmastarfsemi og sjúklingur orðið háður notkun hægðalyfjanna.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innhellislyf í endaþarm.
Venjulegar skammtastærðir:
Innihaldi einnar túpu er þrýst í endaþarm.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun kemur fram 5-15 mín. eftir notkun innhellislyfsins.
Verkunartími:
Verkun gengur yfir á tiltölulega stuttum tíma.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Innhellislyfið er í afmörkuðum skömmtum. Ekki á að nota nema einn skammt í senn, stærri skammtar valda frekar aukaverkunum.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru teknar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Útbrot, kláði |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Candpress Comp
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Hydromed
- Impugan
- Inspra
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Presmin Combo
- Spirix
- Spiron
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Ef lyfið er gefið börnum yngri en 3ja ára skal aðeins færa sprota túpunnar að hálfu inn í endaþarminn.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Ekki er æskilegt að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.