Microlax (Heilsa)

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Lárýlsúlfat

Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark | Skráð: 30. desember, 1965

Microlax er notað við hægðatregðu. Virka efnið lárýlsúlfat mýkir hægðir og kemur viðbragði af stað í þörmum. Lárýlsúlfat er aðeins notað við tilfallandi hægðatregðu eða til þarmatæmingar fyrir rannsóknir. Ef það er notað í langan tíma getur það raskað eðlilegri þarmastarfsemi og sjúklingur orðið háður notkun hægðalyfjanna.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innhellislyf í endaþarm.

Venjulegar skammtastærðir:
Innihaldi einnar túpu er þrýst í endaþarm.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun kemur fram 5-15 mín. eftir notkun innhellislyfsins.

Verkunartími:
Verkun gengur yfir á tiltölulega stuttum tíma.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Innhellislyfið er í afmörkuðum skömmtum. Ekki á að nota nema einn skammt í senn, stærri skammtar valda frekar aukaverkunum.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru teknar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Ef lyfið er gefið börnum yngri en 3ja ára skal aðeins færa sprota túpunnar að hálfu inn í endaþarminn.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Ekki er æskilegt að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.