Nexavar

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Sorafenib

Markaðsleyfishafi: Bayer | Skráð: 4. ágúst, 2006

Nexavar er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið sorafenib. Nexavar er notað til meðferðar á lifrarkrabbameini, nýrnakrabbameini og skjaldkirtilskrabbameini. Sorafenib er svokallaður fjölkínasahemill. Lyfið hægir á vexti krabbameinsfruma og lokar fyrir blóðflæði sem viðheldur vexti krabbameinsfruma.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
2 töflur (200mg) tvisvar á sólarhring á sama tíma dags. Ekki taka Nexavar með fituríkri fæðu því það getur minnkað áhrif lyfsins. Ef ætlunin er að borða fituríka máltíð á að taka töfluna a.m.k. 1 klst. fyrir eða 2 klst. eftir máltíðina

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú hefur gleymt að taka Nexavar skaltu taka skammtinn jafnskjótt og þú manst það. Ef farið er að nálgast næsta skammt skaltu sleppa þeim skammti sem þú gleymdir. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Yfirleitt er meðferðinni haldið áfram svo lengi sem hún skilar góðum árangri og aukaverkanir eru ásættanlegar.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hárlos          
Kláði, útbrot          
Ógleði, niðurgangur og hægðatregða          
Ristruflanir          
Þreyta, hiti          
Þunglyndi          
Þyngdartap          

Milliverkanir

Lyfið getur milliverkað við jóhannesarjurt sem er jurtalyf sem notað er við þunglyndi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með blæðingartilhneigingu
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sjúkdóm í meltingarfærum
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Ef þungun verður á meðan á Nexavar meðferð stendur á strax að láta lækninn vita, hann ákveður síðan hvort halda skuli meðferð áfram.

Brjóstagjöf:
Meðan á Nexavar meðferð stendur má ekki vera með barn á brjósti, þar sem lyfið getur haft áhrif á vöxt og þroska barnsins.

Börn:
Nexavar hefur ekki enn verið rannsakað hjá börnum og unglingum.

Eldra fólk:
Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta.

Akstur:
Lyfið virðist ekki hafa áhrif á hæfni til aksturs. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.