Strefen Apelsin (Heilsa)
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Flurbiprofen
Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare | Skráð: 25. júlí, 2012
Strefen Apelsin inniheldur virka efnið flurbiprofen sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID). Þessi lyf verka með því að breyta því hvernig líkaminn bregst við sársauka, bólgu og háum hita. Strefen Orange Sukkerfri er notað til að draga tímabundið úr einkennum óþæginda í hálsi eins og verk í hálsi, eymslum og bólgu í hálsi og erfiðleikum við að kyngja hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Munnsogstöflur
Venjulegar skammtastærðir:
Settu eina munnsogstöflu upp í munninn og sjúgðu hana hægt.
Ávallt skal velta munnsogstöflunni um í munninum á meðan hún er sogin.
Nota má eina munnsogstöflu á 3-6 klukkustunda fresti, eftir þörfum þó mest 5 munnsogstöflur á sólarhring.
Ekki nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa, nema í samráði við lækni.
Ef þér líður ekki betur, þér hefur versnað, eða ný einkenni koma fram skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Venjulega innan 30 mínútna.
Verkunartími:
Um 3-6 klst.
Geymsla:
Geymið í upprunalegum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins meðferðis.
Einkenni ofskömmtunar eru meðal annars: ógleði eða uppköst, kviðverkur eða niðurgangur, sem er sjaldgæfara.Suð fyrir eyrum, höfuðverkur og blæðing í meltingarvegi er einnig möguleg.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar
Aukaverkanir
Ef erting í munni kemur fram skal hætta flurbiprofen meðferð. HÆTTU NOTKUN lyfsins og hafðu strax samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú færð: - Einkenni ofnæmisviðbragða eins og astma, óvænt önghljóð eða mæði, kláða, nefrennsli, húðútbrot o.s.frv. - Þrota í andliti, tungu eða hálsi sem valda öndunarerfiðleikum, hjartsláttarónot og blóðþrýstingsfall sem leiðir til losts (þetta getur komið fram jafnvel þegar lyfið er notað í fyrsta skipti). - Alvarleg húðviðbrögð eins og flagnandi húð eða blöðrumyndun á húð.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Almennur kláði í húð | |||||||
Flökurleiki og niðurgangur | |||||||
Höfuðverkur, sundl | |||||||
Slappleiki, þreyta, syfja | |||||||
Berkjukrampar hjá astmasjúklingum |
Milliverkanir
Það má nota asetýlsalisýlsýru 75mg/dag samhliða með lyfinu.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alvofen Express
- Arava
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Hjartamagnýl
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Lyfjaver)
- Alkindi
- Candpress
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Coversyl Novum
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Decortin H
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diovan
- Efient
- Eliquis
- Eliquis (Abacus Medicine)
- Eliquis (Lyfjaver)
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Eucreas
- Exforge
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Gentamicin B. Braun
- Glucophage
- Grepid
- Hydrokortison Orion
- Ikervis
- Janumet
- Jentadueto
- Kairasec
- Litarex
- Lixiana
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Modigraf
- Oropram
- Paxetin
- Plenadren
- Prasugrel Krka
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin
- Presmin Combo
- Prograf
- Rivaroxaban WH
- Sandimmun Neoral
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Solu-Cortef
- Synjardy
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Warfarin Teva
- Xarelto
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með magasár eða magabólgur
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum, sérstaklega bólgueyðandi gigtarlyfjum
- þú hafir fengið heilablóðfall
- þú sért með sjálfsnæmissjúkdóm
Meðganga:
Ekki taka þetta lyf ef þú ert á síðasta þriðjungi meðgöngu. Ef þú ert á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu skaltu tala við lækninn áður en þú tekur lyfið.
Brjóstagjöf:
Ekki taka þetta lyf ef þú ert með barn á brjósti nema í samráði við lækni.
Börn:
Ekki skal nota lyfið handa börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Aldraðir eru í aukinni hættu á alvarlegum aukaverkunum.
Akstur:
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á hæfni til aksturs eða stjórnun véla. Sundl og sjóntruflanir eru hins vegar mögulegar aukaverkanir eftir inntöku bólgueyðandi gigtarlyfja. Ef þú finnur fyrir þessum áhrifum skaltu ekki aka eða stjórna vélum
Áfengi:
Áfengisneysla samhliða getur aukið hættu á aukaverkunum, einkum blæðingum í meltingarvegi.
Annað:
Lyfið er sykurlaust
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.